Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 11:11 Lúsétinn lax í kvíum Arctic fish í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók á sínum tíma áhrifaríkar myndir af því hversu grátt lúsin leikur laxinn í sjókvíum. Lúsin er í sókn og nú þarf að eitra. Veiga Grétarsdóttir Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi. Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira