Íslensk börn skorti meiri aga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Margrét Lilja hvetur foreldra til þess að setja börnum sínum mörk. Vísir/Baldur Margrét Lilja Guðmundsdóttir háskólakennari og þekkingarstjóri Planet Youth segir rannsóknir sýna að íslenskum börnum séu ekki sett nægilega mikil mörk. Aðrar uppeldisaðferðir séu of ráðandi hér á landi þar sem foreldrar vilji frekar vera bestu vinir barna sinna í stað þess að setja þeim skýrar reglur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“ Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira