Uppgjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu Kári Mímisson skrifar 29. september 2024 16:00 Benóný Breki Andrésson gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í dag. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson sneri aftur í Frostaskjólið í dag þegar KR tók á móti Fram í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu, þar sem KR vann 7-1 stórsigur gegn Rúnari og hans lærisveinum. Leikurinn fór vel af stað og það tók KR aðeins sjö mínútur að skora fyrsta mark leiksins, það gerði Benoný Breki Andrésson. Finnur Tómas vann þá boltann af miklu harðfylgi á góðum stað og gaf knöttinn á Atla Sigurjónsson sem átti fyrirgjöf sem Benoný stýrði þægilega í netið. Aðeins fimm mínútum seinna skoraði KR öðru sinni og aftur var þar að verkum Benoný Breki. Aron Þórður Albertsson fór þá illa með sína gömlu félaga þegar hann átti góðan sprett upp vinstri vænginn áður en hann kom boltanum fyrir á Benoný sem skoraði milli lappa Ólafs Íshólms, markvarðar Fram. Benoný Breki kórónaði svo þrennuna eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Í þetta sinn var það Aron Sigurðarson sem átti stoðsendinguna. Luke Rae skoraði svo fjórða mark KR áður en flautað var til hálfleiks eftir frábæran sprett frá Aroni Þórði sem tókst á einhvern undraverðan hátt að koma boltanum á Luke í nánast engu jafnvægi. Staðan því 4-0 í hálfleik fyrir KR gegn vægast sagt linum Frammörum sem höfðu að litlu að keppa að í Bestu deildinni. KR-ingar voru áfram sterkari aðili leiksins í upphafi seinni hálfleiks en snemma í honum kom fimmta markið og enn og aftur var það Benoný Breki sem skoraði. Jóhannes Kristinn Bjarnason átti þá sendingu inn á vítateig Fram sem fór fram hjá þremur varnarmönnum þeirra áður en hann endaði hjá Benoný sem þakkaði fyrir sig og skoraði sitt fjórða mark í dag og það fimmtánda á tímabilinu. Eftir þetta róaðist leikurinn mikið og gáfu þjálfarar liðanna ungum leikmönnum tækifærið. Hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason fékk rúmlega 30 mínútur í dag og þá fékk Óðinn Bjarkason tækifæri í fyrsta sinn hjá KR sem og Hlynur Örn Andrason hjá Fram. Markús Páll Eggertsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, hans fyrsta mark í efstu deild. En strax í kjölfarið skoraði Óðinn Bjarkason einnig sitt fyrsta mark og það í sínum fyrsta leik, ekki amalegt hjá þessum ungu leikmönnum. Það var svo Atli Sigurjónsson sem skraði sjöunda mark KR með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig. Orri Sigurjónsson fékk svo að líta sitt annað gula spjald rétt undir lok leiksins og þar með rautt fyrir klaufalegt pirrings brot sem hann hefði nú alveg mátt sleppa. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og lokatölur hér í Vesturbænum því 7-1 fyrir KR sem með þessum sigri tekst að koma sér aðeins fjær fallsvæðinu í bili allavega. Atvikið Setjum þetta bara á öll mörkin hans Benonýs. Hann er núna bara kominn í bullandi baráttu um gullskóinn en Skagamaðurinn Viktor Jónsson er enn markahæstur með 16 mörk á meðan Benoný fylgir honum fast á eftir með 15 mörk. Það verður svo spennandi að sjá hvert hann fer eftir þetta tímabil því ég er nokkuð viss um það að KR tekst ekki að halda honum í eitt ár til viðbótar. Stjörnur og skúrkar Þetta er einfalt í dag Benoný Breki var gjörsamlega stórkostlegur í dag. Þvílíkur leikmaður sem var allt í öllu hjá KR. Annars voru þeir Atli, Luke, Aron Sigurðarson og Aron Þórður allir góðir í dag en Benoný er fremstur meðal jafningja. Allt Fram liðið var heillum horfið í dag, það er vissulega að litlu að keppa fyrir þá en það er ansi erfitt fyrir mig að finna eitthvað jákvætt hjá þeim í dag. Dómarinn Pétur er einn af okkar bestu mönnum og kláraði þennan leik, eins og flesta sína leiki, með miklum sóma. Nákvæmlega ekki neitt að hægt að setja út á hann í dag þykir mér enda verður það seint sagt að dómarinn hafi ráðið úrslitunum í 7-1 leik. Stemmingin og umgjörð Alltaf gaman að fara vestur í bæ. Ágætis mæting á völlinn í dag í mögulega síðasta grasleik KR á Meistaravöllum. Núna er spurning hvort Magga Bö tekst hið ómögulega sem er að halda vellinum leikhæfum í mánuð í viðbót eða ekki. Hann er fær um ótrúlegustu hluti en mánuður í viðbót hljómar óraunhæft. Rúnar: Get eiginlega ekki sagt það í myndavélina Það mátti ekki sjá að Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, væri skemmt eftir leik dagsins. Spurður út í hver hans fyrstu viðbrögð væru svarar Rúnar eftirfarandi. „Ég get eiginlega ekki sagt það í myndavélina. Þetta er bara sorglegt og algjörlega skelfileg frammistaða hjá okkur. Ég held að við getum bara allir skammast okkar fyrir þessa frammistöðu.“ Það verður seint sagt að Fram hafi mætti ákafir í þennan leik og það mátt greinilega sjá það í líkamstjáningu leikmanna að þeir væru ekki beint tilbúnir til leiks á upphafs mínútum leiksins. Rúnar segir vissulega að erfitt sé að halda mönnum við verkefnið þegar að engu er að keppa. „Við höfum ekki að neinu að keppa. Jú jú, við getum verið stoltir af því að lenda í sjöunda sæti frekar en því áttunda eða níunda. Þetta læðist alltaf í undirmeðvitundinni hjá leikmönnum og við höfum unnið hart að því í þessari viku að þeir geti kannski lagt eitthvað inn í bankann hjá þjálfaranum fyrir næsta tímabil, sýnt og sannað að þeir vilji vera hjá okkur og gera vel hjá okkur alltaf, sama hverjar kringumstæðurnar eru en auðvitað læðist þetta alltaf inn í undirmeðvitundina hjá mönnum. Í dag mætum við hér til leiks, förum ekki í tæklingar og KR ýtir okkur út úr öllum stöðum og er miklu grimmari á alla bolta. Við ætluðum að spila fótbolta í dag sem getur verið erfitt á þessum velli og endum á að spila ´vitlaust út úr eiginlega bara öllu sem var nákvæmlega það sem við báðum þá að gera ekki.“ Rúnar segir bendir sömuleiðis á að liðið hafi verið laskað í dag með þrjá lykilleikmenn í banni og með fleiri á meiðslalistanum en fylgir því þó á eftir að það afsaki ekki svona frammistöðu. „Eins og ég segi menn þurfa bara að leggja inn og sýna þjálfaranum að þeir vilji spila fyrir Fram og vilji standa sig sama hvað er undir. Ég er ósáttur við frammistöðuna í dag, auðvitað erum við laskaðir með þrjá leikmenn í banni og mikið af meiðslum en það afsakar það ekki. Mér fannst ég vera með þokkalega gott byrjunarlið. Það þurfa allir að leggja á sig vinnu og vinna í sömu átt, fara í tæklingar og berjast fyrir hlutunum. Það þýðir ekkert að fara að spila einhvern dúkkulísu fótbolta á þessum velli því hann býður ekki upp á það. Við létum KR-ingana éta okkur í fyrri hálfleik þegar þeir skora fyrstu tvö mörkin sem eru keimlík og við bara að dútla eitthvað með boltann í staðinn fyrir að koma honum yfir á hinn vallar helminginn eins og við vorum búnir að tala um.“ Benoný: Held að ég verði að horfa á gullskóinn Benoný Breki Andrésson átti stórkostlegan leik í dag og skoraði fjögur mörk þar af þrjú á fyrsta hálftíma leiksins. „Við fundum okkur almennilega í dag, spiluðum ógeðslega vel og náðum að opna Frammarana vel. Ég kom mér bara fyrir í boxinu og gerði það sem ég gat til að klára færin og það gekk í dag. Þegar ég fæ færi svona snemma leiks þá veit ég að þetta á eftir að vera góður leikur.“ Benoný er núna næst markahæstur í deildinni með 15 mörk. Ertu að horfa á gullskóinn núna? „Ég held að ég verði að gera það. Fyrst og fremst vil ég bara hjálpa liðinu og ef ég get hjálpað því með mörkum þá geri ég það og svo sjáum við hvað fylgir því.“ Um miðjan síðari hálfleikinn þurfti Benoný að víkja af velli vegna meiðsla, er það eitthvað alvarlegt? „Þetta var bara smá högg og ég gat gat ekki klárað leikinn en fínt að fá Óðinn inn.“ Segir kampakátur Benoný Breki með einn af boltum leiksins sem hann fær væntanlega að taka með sér heim. Besta deild karla KR Fram Fótbolti Íslenski boltinn
Rúnar Kristinsson sneri aftur í Frostaskjólið í dag þegar KR tók á móti Fram í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu, þar sem KR vann 7-1 stórsigur gegn Rúnari og hans lærisveinum. Leikurinn fór vel af stað og það tók KR aðeins sjö mínútur að skora fyrsta mark leiksins, það gerði Benoný Breki Andrésson. Finnur Tómas vann þá boltann af miklu harðfylgi á góðum stað og gaf knöttinn á Atla Sigurjónsson sem átti fyrirgjöf sem Benoný stýrði þægilega í netið. Aðeins fimm mínútum seinna skoraði KR öðru sinni og aftur var þar að verkum Benoný Breki. Aron Þórður Albertsson fór þá illa með sína gömlu félaga þegar hann átti góðan sprett upp vinstri vænginn áður en hann kom boltanum fyrir á Benoný sem skoraði milli lappa Ólafs Íshólms, markvarðar Fram. Benoný Breki kórónaði svo þrennuna eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Í þetta sinn var það Aron Sigurðarson sem átti stoðsendinguna. Luke Rae skoraði svo fjórða mark KR áður en flautað var til hálfleiks eftir frábæran sprett frá Aroni Þórði sem tókst á einhvern undraverðan hátt að koma boltanum á Luke í nánast engu jafnvægi. Staðan því 4-0 í hálfleik fyrir KR gegn vægast sagt linum Frammörum sem höfðu að litlu að keppa að í Bestu deildinni. KR-ingar voru áfram sterkari aðili leiksins í upphafi seinni hálfleiks en snemma í honum kom fimmta markið og enn og aftur var það Benoný Breki sem skoraði. Jóhannes Kristinn Bjarnason átti þá sendingu inn á vítateig Fram sem fór fram hjá þremur varnarmönnum þeirra áður en hann endaði hjá Benoný sem þakkaði fyrir sig og skoraði sitt fjórða mark í dag og það fimmtánda á tímabilinu. Eftir þetta róaðist leikurinn mikið og gáfu þjálfarar liðanna ungum leikmönnum tækifærið. Hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason fékk rúmlega 30 mínútur í dag og þá fékk Óðinn Bjarkason tækifæri í fyrsta sinn hjá KR sem og Hlynur Örn Andrason hjá Fram. Markús Páll Eggertsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, hans fyrsta mark í efstu deild. En strax í kjölfarið skoraði Óðinn Bjarkason einnig sitt fyrsta mark og það í sínum fyrsta leik, ekki amalegt hjá þessum ungu leikmönnum. Það var svo Atli Sigurjónsson sem skraði sjöunda mark KR með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig. Orri Sigurjónsson fékk svo að líta sitt annað gula spjald rétt undir lok leiksins og þar með rautt fyrir klaufalegt pirrings brot sem hann hefði nú alveg mátt sleppa. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og lokatölur hér í Vesturbænum því 7-1 fyrir KR sem með þessum sigri tekst að koma sér aðeins fjær fallsvæðinu í bili allavega. Atvikið Setjum þetta bara á öll mörkin hans Benonýs. Hann er núna bara kominn í bullandi baráttu um gullskóinn en Skagamaðurinn Viktor Jónsson er enn markahæstur með 16 mörk á meðan Benoný fylgir honum fast á eftir með 15 mörk. Það verður svo spennandi að sjá hvert hann fer eftir þetta tímabil því ég er nokkuð viss um það að KR tekst ekki að halda honum í eitt ár til viðbótar. Stjörnur og skúrkar Þetta er einfalt í dag Benoný Breki var gjörsamlega stórkostlegur í dag. Þvílíkur leikmaður sem var allt í öllu hjá KR. Annars voru þeir Atli, Luke, Aron Sigurðarson og Aron Þórður allir góðir í dag en Benoný er fremstur meðal jafningja. Allt Fram liðið var heillum horfið í dag, það er vissulega að litlu að keppa fyrir þá en það er ansi erfitt fyrir mig að finna eitthvað jákvætt hjá þeim í dag. Dómarinn Pétur er einn af okkar bestu mönnum og kláraði þennan leik, eins og flesta sína leiki, með miklum sóma. Nákvæmlega ekki neitt að hægt að setja út á hann í dag þykir mér enda verður það seint sagt að dómarinn hafi ráðið úrslitunum í 7-1 leik. Stemmingin og umgjörð Alltaf gaman að fara vestur í bæ. Ágætis mæting á völlinn í dag í mögulega síðasta grasleik KR á Meistaravöllum. Núna er spurning hvort Magga Bö tekst hið ómögulega sem er að halda vellinum leikhæfum í mánuð í viðbót eða ekki. Hann er fær um ótrúlegustu hluti en mánuður í viðbót hljómar óraunhæft. Rúnar: Get eiginlega ekki sagt það í myndavélina Það mátti ekki sjá að Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, væri skemmt eftir leik dagsins. Spurður út í hver hans fyrstu viðbrögð væru svarar Rúnar eftirfarandi. „Ég get eiginlega ekki sagt það í myndavélina. Þetta er bara sorglegt og algjörlega skelfileg frammistaða hjá okkur. Ég held að við getum bara allir skammast okkar fyrir þessa frammistöðu.“ Það verður seint sagt að Fram hafi mætti ákafir í þennan leik og það mátt greinilega sjá það í líkamstjáningu leikmanna að þeir væru ekki beint tilbúnir til leiks á upphafs mínútum leiksins. Rúnar segir vissulega að erfitt sé að halda mönnum við verkefnið þegar að engu er að keppa. „Við höfum ekki að neinu að keppa. Jú jú, við getum verið stoltir af því að lenda í sjöunda sæti frekar en því áttunda eða níunda. Þetta læðist alltaf í undirmeðvitundinni hjá leikmönnum og við höfum unnið hart að því í þessari viku að þeir geti kannski lagt eitthvað inn í bankann hjá þjálfaranum fyrir næsta tímabil, sýnt og sannað að þeir vilji vera hjá okkur og gera vel hjá okkur alltaf, sama hverjar kringumstæðurnar eru en auðvitað læðist þetta alltaf inn í undirmeðvitundina hjá mönnum. Í dag mætum við hér til leiks, förum ekki í tæklingar og KR ýtir okkur út úr öllum stöðum og er miklu grimmari á alla bolta. Við ætluðum að spila fótbolta í dag sem getur verið erfitt á þessum velli og endum á að spila ´vitlaust út úr eiginlega bara öllu sem var nákvæmlega það sem við báðum þá að gera ekki.“ Rúnar segir bendir sömuleiðis á að liðið hafi verið laskað í dag með þrjá lykilleikmenn í banni og með fleiri á meiðslalistanum en fylgir því þó á eftir að það afsaki ekki svona frammistöðu. „Eins og ég segi menn þurfa bara að leggja inn og sýna þjálfaranum að þeir vilji spila fyrir Fram og vilji standa sig sama hvað er undir. Ég er ósáttur við frammistöðuna í dag, auðvitað erum við laskaðir með þrjá leikmenn í banni og mikið af meiðslum en það afsakar það ekki. Mér fannst ég vera með þokkalega gott byrjunarlið. Það þurfa allir að leggja á sig vinnu og vinna í sömu átt, fara í tæklingar og berjast fyrir hlutunum. Það þýðir ekkert að fara að spila einhvern dúkkulísu fótbolta á þessum velli því hann býður ekki upp á það. Við létum KR-ingana éta okkur í fyrri hálfleik þegar þeir skora fyrstu tvö mörkin sem eru keimlík og við bara að dútla eitthvað með boltann í staðinn fyrir að koma honum yfir á hinn vallar helminginn eins og við vorum búnir að tala um.“ Benoný: Held að ég verði að horfa á gullskóinn Benoný Breki Andrésson átti stórkostlegan leik í dag og skoraði fjögur mörk þar af þrjú á fyrsta hálftíma leiksins. „Við fundum okkur almennilega í dag, spiluðum ógeðslega vel og náðum að opna Frammarana vel. Ég kom mér bara fyrir í boxinu og gerði það sem ég gat til að klára færin og það gekk í dag. Þegar ég fæ færi svona snemma leiks þá veit ég að þetta á eftir að vera góður leikur.“ Benoný er núna næst markahæstur í deildinni með 15 mörk. Ertu að horfa á gullskóinn núna? „Ég held að ég verði að gera það. Fyrst og fremst vil ég bara hjálpa liðinu og ef ég get hjálpað því með mörkum þá geri ég það og svo sjáum við hvað fylgir því.“ Um miðjan síðari hálfleikinn þurfti Benoný að víkja af velli vegna meiðsla, er það eitthvað alvarlegt? „Þetta var bara smá högg og ég gat gat ekki klárað leikinn en fínt að fá Óðinn inn.“ Segir kampakátur Benoný Breki með einn af boltum leiksins sem hann fær væntanlega að taka með sér heim.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti