Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:50 Eric Adams, borgarstjóri New York, þegar hann yfirgaf alríkisdómshús á Manhattan í dag. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04