Martin var atkvæðamestur allra á vellinum og skoraði flest stig eða tuttugu talsins, auk þess að eiga einnig flestar stoðsendingar, eða ellefu. Hann setti niður fjögur af sex tveggja stiga skotum sínum og annan af tveimur þristum, og öll níu vítaskot sín.
Heimamenn í Alba Berlín komust í 28-11 í fyrsta leikhluta en gestirnir minnkuðu muninn í níu stig fyrir hálfleik. Það var þó aldrei spurning hvernig færi í seinni hálfleiknum.
Alba Berlín fagnaði því öruggum sigri eftir að hafa þurft að sætta sig við 97-80 tap gegn Hamburg Towers í fyrstu umferð.