Sara lagði upp í fyrsta leik í Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 20:22 Sara Björk Gunnarsdóttir er í treyju númer sjö hjá Al Qadsiah. @qadsiahwfc Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik í Sádi-Arabíu í dag og varð að sætta sig við 2-1 tap með Al Qadsiah gegn Al Ittihad á útivelli. Sara er ein allra stærsta stjarna sádiarabísku deildarinnar eftir að hafa ákveðið að halda þangað frá Juventus í sumar. Hún lagði upp mark Al Qadsiah í leiknum, skömmu fyrir leikslok, en það dugði ekki til. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi verður næst á ferðinni eftir viku þegar hún spilar sinn fyrsta heimaleik með Al Qadsiah, gegn Al Nassr. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var kominn á bekkinn hjá Inter þegar liðið vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í dag. Cecilía, sem kom að láni frá Bayern í sumar, hafði spilað fyrstu þrjá leiki tímabilsins en Rachele Baldi stóð í markinu í hennar stað í dag. Júlíus vann en Anton nálgast fall Í Noregi var Júlíus Magnússon á sínum stað í liði Fredrikstad sem vann 1-0 gegn Sarpsborg á útivelli. Henrik Skogvold skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Sarpsborg og lék fram á 78. mínútu. Fredrikstad, sem er nýliði í norsku úrvalsdeildinni, er því í fimmta sæti með 40 stig og með möguleika á að færast ofar fyrir lok leiktíðarinnar nú þegar sex umferðir eru eftir. Sarpsborg er í 12. sæti af 16 liðum með 26 stig. Anton Logi Lúðvíksson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá Haugesund sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Brann. Haugesund, sem Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði í upphafi leiktíðar áður en hann hætti og flutti aftur heim til Íslands, er í mikilli fallhættu með aðeins 23 stig eftir 24 leiki. Liðið er enn fyrir ofan fallsætin en aðeins tveimur stigum frá botninum, og liðin þrjú fyrir neðan eiga 1-2 leiki til góða. Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Sara er ein allra stærsta stjarna sádiarabísku deildarinnar eftir að hafa ákveðið að halda þangað frá Juventus í sumar. Hún lagði upp mark Al Qadsiah í leiknum, skömmu fyrir leikslok, en það dugði ekki til. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi verður næst á ferðinni eftir viku þegar hún spilar sinn fyrsta heimaleik með Al Qadsiah, gegn Al Nassr. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var kominn á bekkinn hjá Inter þegar liðið vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í dag. Cecilía, sem kom að láni frá Bayern í sumar, hafði spilað fyrstu þrjá leiki tímabilsins en Rachele Baldi stóð í markinu í hennar stað í dag. Júlíus vann en Anton nálgast fall Í Noregi var Júlíus Magnússon á sínum stað í liði Fredrikstad sem vann 1-0 gegn Sarpsborg á útivelli. Henrik Skogvold skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Sarpsborg og lék fram á 78. mínútu. Fredrikstad, sem er nýliði í norsku úrvalsdeildinni, er því í fimmta sæti með 40 stig og með möguleika á að færast ofar fyrir lok leiktíðarinnar nú þegar sex umferðir eru eftir. Sarpsborg er í 12. sæti af 16 liðum með 26 stig. Anton Logi Lúðvíksson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá Haugesund sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Brann. Haugesund, sem Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði í upphafi leiktíðar áður en hann hætti og flutti aftur heim til Íslands, er í mikilli fallhættu með aðeins 23 stig eftir 24 leiki. Liðið er enn fyrir ofan fallsætin en aðeins tveimur stigum frá botninum, og liðin þrjú fyrir neðan eiga 1-2 leiki til góða.
Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira