Óska eftir handtökum vegna herferðar gegn Vinicius Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 23:16 Vinicius Junior hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði síðustu ár. Getty/Alvaro Medranda Forráðamenn spænsku 1. deildarinnar í fótbolta hafa kallað eftir handtökum vegna hatursherferðar gegn brasilíska fótboltasnillingnum Vinicius Junior, fyrir grannaslag Real Madrid og Atlético Madrid á morgun. Herferðin er með sitt eigið myllumerki á samfélagsmiðlum, #MetropolitanoConMascarilla (Metropolitano með grímu), og er greinilega verið að hvetja stuðningsmenn Atlético til að mæta grímuklæddir á Metrpolitano-leikvanginn. Þannig geti þeir beitt Vinicius kynþáttaníði án þess að hægt sé að sjá hverjir bera sök. Þrír stuðningsmenn Valencia voru dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í sumar, fyrir kynþáttaníð í garð Vinicius á síðustu leiktíð. „La Liga vill taka fram að farið verður fram á tafarlausar handtökur þeirra sem standa á bakvið hatursherferð sem ýtir undir kynþáttaníð og niðrandi athafnir. Herferðin felur í sér þann glæp að hvetja til haturs, eins og skýrt er skilgreint í almennum hegningarlögum. La Liga fordæmir harðlega hegðun sem að beint eða óbeint hvetur, ýtir undir eða veldur hatri gegn einstaklingi, í þessu tilviki leikmanninum Vinicius Junior, vegna hans kynþáttar,“ segir í yfirlýsingu spænsku deildarinnar. Á síðasta ári voru fjórir stuðningsmenn Atlético handteknir fyrir að hengja Vinicius-eftirlíkingu fram af brú í Madrid. Real Madrid lagði líka fram formlega kvörtun til saksóknara í mars, vegna myndbands á samfélagsmiðlum sem sýndi stuðningsmenn Atlético syngja kynþáttaníðssöngva fyrir leik við Inter í Meistaradeild Evrópu. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Herferðin er með sitt eigið myllumerki á samfélagsmiðlum, #MetropolitanoConMascarilla (Metropolitano með grímu), og er greinilega verið að hvetja stuðningsmenn Atlético til að mæta grímuklæddir á Metrpolitano-leikvanginn. Þannig geti þeir beitt Vinicius kynþáttaníði án þess að hægt sé að sjá hverjir bera sök. Þrír stuðningsmenn Valencia voru dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í sumar, fyrir kynþáttaníð í garð Vinicius á síðustu leiktíð. „La Liga vill taka fram að farið verður fram á tafarlausar handtökur þeirra sem standa á bakvið hatursherferð sem ýtir undir kynþáttaníð og niðrandi athafnir. Herferðin felur í sér þann glæp að hvetja til haturs, eins og skýrt er skilgreint í almennum hegningarlögum. La Liga fordæmir harðlega hegðun sem að beint eða óbeint hvetur, ýtir undir eða veldur hatri gegn einstaklingi, í þessu tilviki leikmanninum Vinicius Junior, vegna hans kynþáttar,“ segir í yfirlýsingu spænsku deildarinnar. Á síðasta ári voru fjórir stuðningsmenn Atlético handteknir fyrir að hengja Vinicius-eftirlíkingu fram af brú í Madrid. Real Madrid lagði líka fram formlega kvörtun til saksóknara í mars, vegna myndbands á samfélagsmiðlum sem sýndi stuðningsmenn Atlético syngja kynþáttaníðssöngva fyrir leik við Inter í Meistaradeild Evrópu.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira