Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2024 07:40 Shigeru Ishiba mun taka við embætti forsætisráðherra Japans af Fumio Kishida á morgun. AP Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. Ishiba greindi frá þessu í morgun en hann var kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á föstudaginn. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þinginu er ljóst að Ishiba mun formlega taka við embætti forsætisráðherra af Fumio Kishida, sem hefur nú látið af formennsku, á morgun. Ishiba segir að hann muni halda kosningar við fyrsta tækifæri til að leita eftir umboði frá þjóðinni þannig að hann geti hrint stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár en mun stíga úr embætti á morgun. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína í ágúst sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Hafði betur gegn nánum samstarfsmanni Shinzo Abe Alls sóttust níu manns eftir að leiða Frjálsynda lýðræðisflokknum og fór svo að hinn 67 ára Ishiba hafði betur gegn hinni 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferð formannskjörsins þar sem kosið var milli tveggja efstu í fyrri umferðinni. Hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins, en á ferli sínum hefur hún farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast sem ráðherra efnahagsmála. Hún var náin samstarfskona Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ráðinn var af dögum árið 2022. Takaichi þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum og setið á japanska þinginu frá 1986. Þetta var í fimmta sinn sem hann gerði atlögu að formannsembættinu í Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hefur haft tögl og hagldir í japönskum stjórnmálum frá lokum síðari heimstyrlandarinnar. Japan Tengdar fréttir Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Ishiba greindi frá þessu í morgun en hann var kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á föstudaginn. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þinginu er ljóst að Ishiba mun formlega taka við embætti forsætisráðherra af Fumio Kishida, sem hefur nú látið af formennsku, á morgun. Ishiba segir að hann muni halda kosningar við fyrsta tækifæri til að leita eftir umboði frá þjóðinni þannig að hann geti hrint stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár en mun stíga úr embætti á morgun. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína í ágúst sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Hafði betur gegn nánum samstarfsmanni Shinzo Abe Alls sóttust níu manns eftir að leiða Frjálsynda lýðræðisflokknum og fór svo að hinn 67 ára Ishiba hafði betur gegn hinni 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferð formannskjörsins þar sem kosið var milli tveggja efstu í fyrri umferðinni. Hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins, en á ferli sínum hefur hún farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast sem ráðherra efnahagsmála. Hún var náin samstarfskona Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ráðinn var af dögum árið 2022. Takaichi þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum og setið á japanska þinginu frá 1986. Þetta var í fimmta sinn sem hann gerði atlögu að formannsembættinu í Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hefur haft tögl og hagldir í japönskum stjórnmálum frá lokum síðari heimstyrlandarinnar.
Japan Tengdar fréttir Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52