Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 08:48 Lítill hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Vín í gær. Mótmælendurnir héldu meðal annars á spjöldum sem á stóð „Burt með nasista af þingi“ og „Kickl er nasisti“. AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa.
Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57