Versta byrjun í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 22:30 Leikmenn Vejle hafa ekki haft margar ástæður til að fagna á leiktíðinni. Vejle Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi. Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira