Þú breytir öllu Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. október 2024 07:03 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun