Eina bakaríi bæjarins skellt fyrirvaralaust í lás Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2024 13:33 Miðinn sem settur var upp í glugga á hurð Heimabakarís í gærmorgun, þar sem tilkynnt var að bakaríinu yrði lokað. Húsvíkingar ráku upp stór augu í gærmorgun þegar eina bakaríi bæjarins var skyndilega skellt í lás. Sveitastjórnarfulltrúi segir mikinn missi að bakaríi í bænum, sem starfrækt hefur verið í rúm hundrað ár, og algjör óvissa ríki um framhaldið Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar. Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar.
Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira