Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 13:45 Árásin sem málið varðar átti sér stað við Traðarkotssund, sem er hliðargata frá Hverfisgötu. Já.is Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Manninum var gefið að sök að veitast fyrirvaralaust með ofbeldi að öðrum manni með því að veita honum olnbogaskot í andlitið sem varð til þess að sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinur hans sem var með honum umrædda nótt sögðu báðir að þegar þeir hafi spurt manninn hvers vegna hann hafi framið árásina hafi hann sagt: „for Putin“ eða „fyrir Pútín“. Sagðist hafa ætlað að veifa leigbubíl Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum áfengis um nóttina eftir að hafa verið á tveimur skemmtistöðum í miðbænum. Hann hafi verið að ganga um Hverfisgötu með aðra höndina á lofti, til þess að kalla á leigubíl, þegar hann hafi rekist utan í gangandi vegfaranda. Þrátt fyrir það hafi hann haldið för sinni áfram, en skömmu síðar verið hrint í jörðina og verið haldið niðrir. Skömmu síðar hafi hann verið handtekinn af lögreglu. Árásarmaðurinn kannaðist ekki við lýsingu mannanna um að hafa sagt: „fyrir Pútín“. Þá taldi hann blóðbletti á peysunni sinni annað hvort vera vínbletti eða vegna blóðs úr slagsmálum sem hann hafði reynt að stöðva fyrr um kvöldið. Hann sagðist rólegur að eðlisfari og ekki hneigður til ofbeldis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem varð fyrir árásinni og áðurnefndur vinur hans lýstu atburðunum með svipuðum hætti. Þeir höfðu verið að ganga um bæinn í rólegheitum þegar þeir hefðu mætt ókunnugum manni sem hafi gengið rólega á móti þeim og síðan skyndilega gefið öðrum þeirra olnbogaskot í andlitið. Þeim hafi verið mjög brugðið og sá sem varð fyrir árásinni verið útataður blóði. Vinur hans hefði strax snúið árásarmanninn niður og spurt hvers vegna hann hefði ráðist á manninn, og hann gefið þeim áðurnefnt svar: „fyrir Pútín“. Ummælin til marks um annarlegt hugarástand Dómurinn mat framburð árásarmannsins ótrúverðugan og byggði heldur á framburði þess sem varð fyrir árásinni og vinar hans. Þá sagði dómurinn um ummæli hans að þau hafi endurspeglað mikla ölvun og annarlegt hugarástand hans á verknaðarstundu. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 400 þúsund krónur í miskabætur og 702 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Manninum var gefið að sök að veitast fyrirvaralaust með ofbeldi að öðrum manni með því að veita honum olnbogaskot í andlitið sem varð til þess að sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinur hans sem var með honum umrædda nótt sögðu báðir að þegar þeir hafi spurt manninn hvers vegna hann hafi framið árásina hafi hann sagt: „for Putin“ eða „fyrir Pútín“. Sagðist hafa ætlað að veifa leigbubíl Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum áfengis um nóttina eftir að hafa verið á tveimur skemmtistöðum í miðbænum. Hann hafi verið að ganga um Hverfisgötu með aðra höndina á lofti, til þess að kalla á leigubíl, þegar hann hafi rekist utan í gangandi vegfaranda. Þrátt fyrir það hafi hann haldið för sinni áfram, en skömmu síðar verið hrint í jörðina og verið haldið niðrir. Skömmu síðar hafi hann verið handtekinn af lögreglu. Árásarmaðurinn kannaðist ekki við lýsingu mannanna um að hafa sagt: „fyrir Pútín“. Þá taldi hann blóðbletti á peysunni sinni annað hvort vera vínbletti eða vegna blóðs úr slagsmálum sem hann hafði reynt að stöðva fyrr um kvöldið. Hann sagðist rólegur að eðlisfari og ekki hneigður til ofbeldis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem varð fyrir árásinni og áðurnefndur vinur hans lýstu atburðunum með svipuðum hætti. Þeir höfðu verið að ganga um bæinn í rólegheitum þegar þeir hefðu mætt ókunnugum manni sem hafi gengið rólega á móti þeim og síðan skyndilega gefið öðrum þeirra olnbogaskot í andlitið. Þeim hafi verið mjög brugðið og sá sem varð fyrir árásinni verið útataður blóði. Vinur hans hefði strax snúið árásarmanninn niður og spurt hvers vegna hann hefði ráðist á manninn, og hann gefið þeim áðurnefnt svar: „fyrir Pútín“. Ummælin til marks um annarlegt hugarástand Dómurinn mat framburð árásarmannsins ótrúverðugan og byggði heldur á framburði þess sem varð fyrir árásinni og vinar hans. Þá sagði dómurinn um ummæli hans að þau hafi endurspeglað mikla ölvun og annarlegt hugarástand hans á verknaðarstundu. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 400 þúsund krónur í miskabætur og 702 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira