Þægilegt í Slóvakíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 21:00 Gestirnir fagna einu marka sinna. EPA-EFE/JAKUB GAVLAK Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. İlkay Gündoğan með fyrra markið á 8. mínútu og Phil Foden með annað markið eftir undirbúning Jérémy Doku þegar fimmtán mínútur voru liðnar. Ótrúlegt en satt voru mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Erling Haaland þriðja mark gestanna. James McAtee bætti við fjórða marki Man City á 74. mínútu og þar við sat, lokatölur 0-4. Man City er með fjögur stig eftir tvo leiki en Englandsmeistararnir gerðu jafntefli við Inter í 1. umferð. Slovan Bratislava er án stiga og hefur fengið á sig níu mörk í leikjunum tveimur. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. İlkay Gündoğan með fyrra markið á 8. mínútu og Phil Foden með annað markið eftir undirbúning Jérémy Doku þegar fimmtán mínútur voru liðnar. Ótrúlegt en satt voru mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Erling Haaland þriðja mark gestanna. James McAtee bætti við fjórða marki Man City á 74. mínútu og þar við sat, lokatölur 0-4. Man City er með fjögur stig eftir tvo leiki en Englandsmeistararnir gerðu jafntefli við Inter í 1. umferð. Slovan Bratislava er án stiga og hefur fengið á sig níu mörk í leikjunum tveimur.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti