Dæmi um að leikarar fái 1300 á tímann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. október 2024 20:52 Talsmenn Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks segja að launaþróun sé neikvæð í bransanum. Þau kenna niðurskurði opinberra fjármuna til Kvikmyndasjóðs um. Frá vinstri: Birna Hafstein, Esther Talía Casey, og Hrafnhildur Theodórsdóttir. Vísir Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur á síðustu vikum fengið margar tilkynningar um óeðlilega lág laun fyrir þátttöku í sjónvarpsverkefnum. Dæmi eru um að leikarar hafi fengið tilboð upp á 1300 krónur á tímann, fyrir verkefni sem styrkt eru af Kvikmyndastöð og verða sýnd á RÚV. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks, segir að niðurskurður á Kvikmyndasjóði hafi haft í för með sér hlutfallslega lækkun launa í kvikmyndabransanum. Framleiðendur geti ekki haldið í við eðlilega launaþróun og þetta bitni svakalega á listamönnum. „Þannig þessi niðurskurður á kvikmyndasjóði undanfarin ár, hann er að valda þessari hræðilegu þróun. Um þetta snýst málið,“ segir Birna. Íslenskir kvikmyndagerðamenn hafa látið í sér heyra að undanförnu og verið iðnir við greinaskrif um framlög ríkisins til kvikmyndasjóðs. Þrír íslenskir leikstjórar sögðu í einni slíkri grein að ástandið væri orðið það slæmt að Kvikmyndamiðstöð væri hætt að veita styrki fyrir árið 2024, og fjármagnið fyrir árið 2025 væri óðum að klárast. Launaþróun neikvæð í bransanum Birna segir að niðurskurður í Kvikmyndasjóði hafi leitt til neikvæðrar launaþróunar, og það bitni illa á framleiðendum, tæknifólki og ekki síst listamönnum. „Og maður hefur heyrt hrikalegar sögur úr auglýsingabransanum, þar sem verið er að bjóða fólki hlægileg laun, sem hefðu ekki flogið fyrir tíu árum. Þannig ástandið er ekki gott, og þetta bitnar ekki síst á listamönnum,“ segir hún. Birna segir að það sé enginn lögbundinn taxti í auglýsingabransanum, en það sé ákveðin launaþróun og hún sé neikvæð. Hrafnhildur Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri FÍL vakti athygli á því í lokuðum hópi listamanna á Facebook, að tveir aðilar innan Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi fengið tilboð frá tveimur íslenskum framleiðendum upp á 25,000 krónur í verktakagreiðslu fyrir 12 klukkustunda vinnudag. Þetta jafngildi 16,250 króna launþegagreiðslu. Um það bil dagslaun fyrir þátttöku í umræddu verkefni.Vísir/Vilhelm „Annar umræddur félagsmaður var beðinn um að koma í prufu vegna verkefnisins og er með lítið hlutverk - fyrir 1,354 krónur á tímann,“ segir hún. Umrædd verkefni hafi bæði fengið styrk frá Kvikmyndamiðstöð, og framlag úr endurgreiðslukerfinu. Þau verði sýnd á RÚV. Hún segir að RÚV og FÍL hafi gildan kjarasamning sín á milli sem kveði á um að lægsti taxti leikara í sjónvarpsverkefnum, þar sem gert er ráð fyrir 10 klukkustunda vinnudegi, sé rétt rúmar 160.000 á dag. Sjálfstæðir framleiðendur hafi ekki talið sig þurfa fara eftir þeim samningi, þó svo að RÚV sé mögulega meðframleiðandi. „Það er kannski ekki verið að brjóta samninga og þetta eru auðvitað verktakar. En þessi upphæð, 25 þúsund fyrir tólf tíma, þetta er ósiðlegt tilboð sama hver viðtakandinn væri, það vinnur enginn fyrir 1300 krónur á tímann,“ segir Hrafnhildur. Sagt upp eftir að hún bað um launahækkun Esther Talía Casey hefur undanfarin fimm ár verið rödd verslunarinnar Bónuss, en henni var sagt upp í síðustu viku. Sagt var að það væri vegna breyttra áherslna í markaðsmálum, en hún veltir því fyrir sér hvort það sé vegna þess að fyrir tveimur mánuðum síðan hafi hún beðið um launahækkun. Esther var föst rödd hjá Bónus, en samkvæmt henni þýðir það að hún þurfi að vera tilbúin hvenær sem er, hún megi ekki lesa fyrir önnur fyrirtæki og að hún taki meðal annars míkrafón með sér til útlanda til að vera alltaf tilbúinn til að lesa inn texta ef þess þarf. „Ég hef alltaf verið á sömu launum, 150 þúsund á mánuði. Ég bað um launahækkun fyrir tveimur mánuðum, en þá fattaði ég að ég væri komin langt undir sambærilegar raddir hjá sambærilegum fyrirtækjum. Launin eru á bilinu 230 til 250 þúsund ef þú ert föst rödd og mátt ekki tala fyrir aðra,“ segir hún. Röddin sem hljómað hefur í öllum auglýsingum Bónuss síðustu fimm ár heyrir brátt sögunni til.Vísir/vilhelm Bónus hafi svo ekki svarað beiðninni í heila tvo mánuði og loks sagt henni upp, þegar þeir svöruðu. Hún segir allan bransann „algjörlega í ruglinu“ hvað varðar undirboð, en hún hvetur alla félagsmenn í leikarafélaginu til að vera á varðbergi gagnvart þeim. „Sá sem fær bónusröddina má hringja í mig og spyrja út í þetta, ef hann vill fá réttu tölurnar,“ segir hún. Hvetja fólk til að tilkynna undirboð FÍL sendi frá sér tilkynningu nýverið um lág laun í kvikmyndum/sjónvarpi og auglýsingum, þar sem sagt var að á síðustu vikum og dögum hefði mikið borið á tilkynningum um óeðlilega lág laun. Félagsmenn voru hvattir til þess að láta vita um öll slík undirboð, það væri mikilvægt fyrir félagið að hafa upplýsingar um það hvað sé að gerast á þessum vettvangi. „Einnig hvetjum við ykkur til að setja inn .... tilkynningu ef þið fáið tilboð langt undir taxta eða missið af verkefnum vegna eðlilegra óska um laun,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndagerð á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks, segir að niðurskurður á Kvikmyndasjóði hafi haft í för með sér hlutfallslega lækkun launa í kvikmyndabransanum. Framleiðendur geti ekki haldið í við eðlilega launaþróun og þetta bitni svakalega á listamönnum. „Þannig þessi niðurskurður á kvikmyndasjóði undanfarin ár, hann er að valda þessari hræðilegu þróun. Um þetta snýst málið,“ segir Birna. Íslenskir kvikmyndagerðamenn hafa látið í sér heyra að undanförnu og verið iðnir við greinaskrif um framlög ríkisins til kvikmyndasjóðs. Þrír íslenskir leikstjórar sögðu í einni slíkri grein að ástandið væri orðið það slæmt að Kvikmyndamiðstöð væri hætt að veita styrki fyrir árið 2024, og fjármagnið fyrir árið 2025 væri óðum að klárast. Launaþróun neikvæð í bransanum Birna segir að niðurskurður í Kvikmyndasjóði hafi leitt til neikvæðrar launaþróunar, og það bitni illa á framleiðendum, tæknifólki og ekki síst listamönnum. „Og maður hefur heyrt hrikalegar sögur úr auglýsingabransanum, þar sem verið er að bjóða fólki hlægileg laun, sem hefðu ekki flogið fyrir tíu árum. Þannig ástandið er ekki gott, og þetta bitnar ekki síst á listamönnum,“ segir hún. Birna segir að það sé enginn lögbundinn taxti í auglýsingabransanum, en það sé ákveðin launaþróun og hún sé neikvæð. Hrafnhildur Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri FÍL vakti athygli á því í lokuðum hópi listamanna á Facebook, að tveir aðilar innan Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi fengið tilboð frá tveimur íslenskum framleiðendum upp á 25,000 krónur í verktakagreiðslu fyrir 12 klukkustunda vinnudag. Þetta jafngildi 16,250 króna launþegagreiðslu. Um það bil dagslaun fyrir þátttöku í umræddu verkefni.Vísir/Vilhelm „Annar umræddur félagsmaður var beðinn um að koma í prufu vegna verkefnisins og er með lítið hlutverk - fyrir 1,354 krónur á tímann,“ segir hún. Umrædd verkefni hafi bæði fengið styrk frá Kvikmyndamiðstöð, og framlag úr endurgreiðslukerfinu. Þau verði sýnd á RÚV. Hún segir að RÚV og FÍL hafi gildan kjarasamning sín á milli sem kveði á um að lægsti taxti leikara í sjónvarpsverkefnum, þar sem gert er ráð fyrir 10 klukkustunda vinnudegi, sé rétt rúmar 160.000 á dag. Sjálfstæðir framleiðendur hafi ekki talið sig þurfa fara eftir þeim samningi, þó svo að RÚV sé mögulega meðframleiðandi. „Það er kannski ekki verið að brjóta samninga og þetta eru auðvitað verktakar. En þessi upphæð, 25 þúsund fyrir tólf tíma, þetta er ósiðlegt tilboð sama hver viðtakandinn væri, það vinnur enginn fyrir 1300 krónur á tímann,“ segir Hrafnhildur. Sagt upp eftir að hún bað um launahækkun Esther Talía Casey hefur undanfarin fimm ár verið rödd verslunarinnar Bónuss, en henni var sagt upp í síðustu viku. Sagt var að það væri vegna breyttra áherslna í markaðsmálum, en hún veltir því fyrir sér hvort það sé vegna þess að fyrir tveimur mánuðum síðan hafi hún beðið um launahækkun. Esther var föst rödd hjá Bónus, en samkvæmt henni þýðir það að hún þurfi að vera tilbúin hvenær sem er, hún megi ekki lesa fyrir önnur fyrirtæki og að hún taki meðal annars míkrafón með sér til útlanda til að vera alltaf tilbúinn til að lesa inn texta ef þess þarf. „Ég hef alltaf verið á sömu launum, 150 þúsund á mánuði. Ég bað um launahækkun fyrir tveimur mánuðum, en þá fattaði ég að ég væri komin langt undir sambærilegar raddir hjá sambærilegum fyrirtækjum. Launin eru á bilinu 230 til 250 þúsund ef þú ert föst rödd og mátt ekki tala fyrir aðra,“ segir hún. Röddin sem hljómað hefur í öllum auglýsingum Bónuss síðustu fimm ár heyrir brátt sögunni til.Vísir/vilhelm Bónus hafi svo ekki svarað beiðninni í heila tvo mánuði og loks sagt henni upp, þegar þeir svöruðu. Hún segir allan bransann „algjörlega í ruglinu“ hvað varðar undirboð, en hún hvetur alla félagsmenn í leikarafélaginu til að vera á varðbergi gagnvart þeim. „Sá sem fær bónusröddina má hringja í mig og spyrja út í þetta, ef hann vill fá réttu tölurnar,“ segir hún. Hvetja fólk til að tilkynna undirboð FÍL sendi frá sér tilkynningu nýverið um lág laun í kvikmyndum/sjónvarpi og auglýsingum, þar sem sagt var að á síðustu vikum og dögum hefði mikið borið á tilkynningum um óeðlilega lág laun. Félagsmenn voru hvattir til þess að láta vita um öll slík undirboð, það væri mikilvægt fyrir félagið að hafa upplýsingar um það hvað sé að gerast á þessum vettvangi. „Einnig hvetjum við ykkur til að setja inn .... tilkynningu ef þið fáið tilboð langt undir taxta eða missið af verkefnum vegna eðlilegra óska um laun,“ segir í tilkynningunni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira