Innlent

Líkams­á­rás og eigna­spjöll

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð.
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð. vísir/vilhelm

Fjórir gistu fangaklefa lögreglu eftir vaktina í gærkvöldi og nótt, þar á meðal einn sem var handtekinn í tengslum við líkamsárás á heimili í póstnúmerinu 111.

Einn var handtekinn í annarlegu ástandi í póstnúmerinu 104, grunaður um eignaspjöll, og þá var einn ökumaður vistaður í fangageymslu eftir að hafa verið stöðvaður við akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar greinir einnig frá eldsvoða í húsnæði í póstnúmerinu 108. Engan sakaði en eldurinn olli einhverjum skemmdum.

Þá barst einnig tilkynning um þjófnað í verslun í póstnúmerinu 103 en málið var afgreitt á vettvangi.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars ökumaður sem reyndist réttindalaus en farþegi í bifreiðinni reyndist með fíkniefni á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×