Starfsfólkið slegið eftir brunann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 11:02 Eins og sjá má eru miklar skemmdir á húsnæðinu. Vísir/vilhelm Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið. Eldurinn kom upp á tannlæknastofunni sem er til húsa í Fellsmúla 26. Rúnar Vilhjálmsson tannlæknir er einn eigenda stofunnar. Hann hefur ekki enn getað farið inn á stofuna til að meta tjón. „Við þurfum að bíða eftir að lögregla ljúki sér af þarna,“ segir Rúnar. Í kjölfar eldsvoða tekur lögregla við rannsókn málsins. Fellsmúli 26 stendur á mörkum Miklubrautar, Grensásvegar og Fellsmúla.Vísir/vilhelm Rúnar vísar til upplýsinga frá slökkviliðinu þess efnis að tjónið hafi verið töluvert, bæði af völdum eldsins og reyks. „Það verður sjálfsagt lokað í einhverja daga eða vikur.“ Ummerkin eru töluverð eftir eldsvoðann og skemmdir miklar.Vísir/vilhelm Um er að ræða nokkuð stóra tannlæknastofu þar sem fimm tannlæknar, þrír tannfræðingar og þrír tannsmiðir taka þátt í rekstri auk annars starfsfólks. Allt í allt um tuttugu manns. „Starfsfólkið er auðvitað slegið yfir þessum fréttum. Við erum að reyna að halda utan um það,“ segir Rúnar. Fyrir mestu sé að enginn hafi slasast. Eins og sjá má var um töluverðan eldsvoða að ræða.vísir/vilhelm Hann segist ekki hafa neina hugmynd um líkleg eldsupptök. Lögregla verði að fá að ljúka sinni rannsókn. Rúnar segir stofuna hafa fengið inni í Grensáskirkju þar sem starfsfólkið vinni að því að komast inn í bókunarkerfið sitt sem sé sem betur fer geymt í skýi enda liggi netþjónn stofunnar niðri. Spónaplötu hefur verið komið fyrir við inngang stofunnar. Lögregla innsiglaði vettvanginn á meðan hann er til rannsóknar.vísir/vilhelm Eldsvoði kom upp á dekkjaverkstæði í sama húsnæði í febrúar. „Það var við hliðina á okkur en þetta er auðvitað alls ótengt. Bara óskemmtileg tilviljun. Það er fyrir mestu að enginn slasaðist og ekkert tjón varð á fólki. Allt hitt má bæta.“ Slökkvilið Tannheilsa Reykjavík Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Eldurinn kom upp á tannlæknastofunni sem er til húsa í Fellsmúla 26. Rúnar Vilhjálmsson tannlæknir er einn eigenda stofunnar. Hann hefur ekki enn getað farið inn á stofuna til að meta tjón. „Við þurfum að bíða eftir að lögregla ljúki sér af þarna,“ segir Rúnar. Í kjölfar eldsvoða tekur lögregla við rannsókn málsins. Fellsmúli 26 stendur á mörkum Miklubrautar, Grensásvegar og Fellsmúla.Vísir/vilhelm Rúnar vísar til upplýsinga frá slökkviliðinu þess efnis að tjónið hafi verið töluvert, bæði af völdum eldsins og reyks. „Það verður sjálfsagt lokað í einhverja daga eða vikur.“ Ummerkin eru töluverð eftir eldsvoðann og skemmdir miklar.Vísir/vilhelm Um er að ræða nokkuð stóra tannlæknastofu þar sem fimm tannlæknar, þrír tannfræðingar og þrír tannsmiðir taka þátt í rekstri auk annars starfsfólks. Allt í allt um tuttugu manns. „Starfsfólkið er auðvitað slegið yfir þessum fréttum. Við erum að reyna að halda utan um það,“ segir Rúnar. Fyrir mestu sé að enginn hafi slasast. Eins og sjá má var um töluverðan eldsvoða að ræða.vísir/vilhelm Hann segist ekki hafa neina hugmynd um líkleg eldsupptök. Lögregla verði að fá að ljúka sinni rannsókn. Rúnar segir stofuna hafa fengið inni í Grensáskirkju þar sem starfsfólkið vinni að því að komast inn í bókunarkerfið sitt sem sé sem betur fer geymt í skýi enda liggi netþjónn stofunnar niðri. Spónaplötu hefur verið komið fyrir við inngang stofunnar. Lögregla innsiglaði vettvanginn á meðan hann er til rannsóknar.vísir/vilhelm Eldsvoði kom upp á dekkjaverkstæði í sama húsnæði í febrúar. „Það var við hliðina á okkur en þetta er auðvitað alls ótengt. Bara óskemmtileg tilviljun. Það er fyrir mestu að enginn slasaðist og ekkert tjón varð á fólki. Allt hitt má bæta.“
Slökkvilið Tannheilsa Reykjavík Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira