Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 14:47 Kristian Nökkvi Hlynsson er miðjumaður hollenska stórliðsins Ajax og styrkir U21-landsliðið mikið ef hann er klár í slaginn. Getty/Peter Lous Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15
„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00