Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 18:47 Antoni Milambo var eini leikmaður Feyenoord sem komst á blað þó liðið hafi skorað þrisvar. Xavi Bonilla/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti