Engar frekari upplýsingar lágu fyrir um líkamsárásina þegar yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar var tekið saman en bifreiðin fannst skömmu eftir að henni var stolið.
Tvær tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Hafnarfirði. Ekki tókst þó að finna kauða þrátt fyrir greinagóðar lýsingar.
Nokkrar tilkynningar bárust um umferðaróhöpp og ein um eld í bifreið í póstnúmerinu 110. Minniháttar slys urðu á fólki þegar bifreið var ekið á ljósastaur í 109 og var bíllinn óökufær.
Lögregla stöðvaði einnig sextán ára ökumann sem reyndist með „fullan bíl af farþegum á sama aldri“. Vöru börnin flutt á lögreglustöð og sótt þangað af forráðamönnum. Atvikið var tilkynnt til barnaverndar.
Tveir voru handteknir grunaðir um skemmdarverk og tilraun til innbrots í austurhluta borgarinnar. Voru þeir óviðræðuhæfir þegar að var komið.