Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 10:05 Bjarney Harðardóttir á Rammagerðina ásamt eiginmanni sínum Helga Rúnari Óskarssyni. Aðsend Rammagerðin ehf., sem rekur samnefndar gjafavöruverslanir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra. Tekjur ársins voru 41 prósenti meiri en árið áður, alls 2,2 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“ Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“
Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira