Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 10:05 Bjarney Harðardóttir á Rammagerðina ásamt eiginmanni sínum Helga Rúnari Óskarssyni. Aðsend Rammagerðin ehf., sem rekur samnefndar gjafavöruverslanir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra. Tekjur ársins voru 41 prósenti meiri en árið áður, alls 2,2 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“ Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“
Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira