Um Ölfusárbrú og veggjöld Haukur Arnþórsson skrifar 3. október 2024 11:00 Gjaldtaka af umferð er alþjóðlegt úrræði til að kosta samgöngubætur og varla verður við henni amast. Öllum stærri nýjum verkefnum hér á landi verður líklega mætt með slíku gjaldi. Hins vegar skiptir meginmáli hvernig að henni er staðið. Hún getur orðið mismunandi sanngjörn og mætt sjónarmiðum meðalhófs misvel. Þá getur hún náð misvel til allrar notkunar – og er þá átt við mikilvægi þess að ferðamenn greiði jafnt og landsmenn fyrir innviðanotkun. Ég tel að niðurgreiðslukerfið sem notað er af Sjúkratryggingum fyrir lyfjakaup gæti hentað vel við töku vegagjalda - að breyttu breytanda. Þá á ég við að greiðslur minnki með aukinni notkun og notkun yrði mæld fyrir tiltekið tímabil; hvert tímabil hafi gjaldþak. Allir byrjuðu með autt borð og greiði fullt gjald í upphafi þess. Þannig greiddu þeir sem aka sjaldan – sunnudagsbíltúrsfólkið og ferðamenn sem aka um stuttan tíma hér á landi – fullt gjald, en stórnotendur gætu farið niður undir eða niður í núllið. Svona kerfi mætir sjónarmiðum landsbyggðarfólks og þeirra sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu langt að. En þeir hópar hafa áhyggjur af því að gjaldið verði dreifbýlisskattur. Rökstyðja má að svona kerfi mæti sjónarmiðum meðalhófs. Í fljótu bragði virðist eðlilegast að gjaldfæra pr. bifreið og þá er greiðslan á ábyrgð skráðs eiganda, en líka má hugsa sér að miða greiðsluna við eigandann sem notanda – sem gefur möguleika á að hafa misjafnt gjald fyrir ólíka þjóðfélagshópa eins og gert er í lyfjamálum. Það myndi mæta meðalhófi enn betur – þótt gjaldið verði aldrei þrepaskipt eins og tekjuskattur. Að þessu sögðu skulum við ræða um nýju Ölfusárbrúna. Í fjárlögum segir; „Ölfusárbrú er dæmi um framkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins.“ (bls. 172). Að einungis þeir sem aka um brúna greiði fyrir byggingu hennar segja starfsmenn ríkisábyrgðarsjóðs að gangi ekki upp – og auðvitað þarf ríkisábyrgð vegna framkvæmdanna. Fleiri sjónarmið renna stoðum undir að einstaka vegaframkvæmdir verði ekki gjaldfærðar sérstaklega heldur vegakerfið í heild. Ástæðan er sú að úti á landi þar sem getur bæði þurft að reisa brýr og grafa jarðgöng er ekki næg umferð til að standa undir slíkum framkvæmdum. Enn annað sjónarmið er að við viljum láta ferðamenn greiða fyrir alla notkun innviða okkar – og þá þarf að gjaldfæra fyrir vegakerfið í heild. Annars keyra þeir væntanlega framhjá gjaldheimtustöðunum, í okkar dæmi yfir gömlu Ölfusárbrúna og Víkurskarð. (Upp úr punktum á félagsmiðlum) Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Ný Ölfusárbrú Vegagerð Vegtollar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Gjaldtaka af umferð er alþjóðlegt úrræði til að kosta samgöngubætur og varla verður við henni amast. Öllum stærri nýjum verkefnum hér á landi verður líklega mætt með slíku gjaldi. Hins vegar skiptir meginmáli hvernig að henni er staðið. Hún getur orðið mismunandi sanngjörn og mætt sjónarmiðum meðalhófs misvel. Þá getur hún náð misvel til allrar notkunar – og er þá átt við mikilvægi þess að ferðamenn greiði jafnt og landsmenn fyrir innviðanotkun. Ég tel að niðurgreiðslukerfið sem notað er af Sjúkratryggingum fyrir lyfjakaup gæti hentað vel við töku vegagjalda - að breyttu breytanda. Þá á ég við að greiðslur minnki með aukinni notkun og notkun yrði mæld fyrir tiltekið tímabil; hvert tímabil hafi gjaldþak. Allir byrjuðu með autt borð og greiði fullt gjald í upphafi þess. Þannig greiddu þeir sem aka sjaldan – sunnudagsbíltúrsfólkið og ferðamenn sem aka um stuttan tíma hér á landi – fullt gjald, en stórnotendur gætu farið niður undir eða niður í núllið. Svona kerfi mætir sjónarmiðum landsbyggðarfólks og þeirra sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu langt að. En þeir hópar hafa áhyggjur af því að gjaldið verði dreifbýlisskattur. Rökstyðja má að svona kerfi mæti sjónarmiðum meðalhófs. Í fljótu bragði virðist eðlilegast að gjaldfæra pr. bifreið og þá er greiðslan á ábyrgð skráðs eiganda, en líka má hugsa sér að miða greiðsluna við eigandann sem notanda – sem gefur möguleika á að hafa misjafnt gjald fyrir ólíka þjóðfélagshópa eins og gert er í lyfjamálum. Það myndi mæta meðalhófi enn betur – þótt gjaldið verði aldrei þrepaskipt eins og tekjuskattur. Að þessu sögðu skulum við ræða um nýju Ölfusárbrúna. Í fjárlögum segir; „Ölfusárbrú er dæmi um framkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins.“ (bls. 172). Að einungis þeir sem aka um brúna greiði fyrir byggingu hennar segja starfsmenn ríkisábyrgðarsjóðs að gangi ekki upp – og auðvitað þarf ríkisábyrgð vegna framkvæmdanna. Fleiri sjónarmið renna stoðum undir að einstaka vegaframkvæmdir verði ekki gjaldfærðar sérstaklega heldur vegakerfið í heild. Ástæðan er sú að úti á landi þar sem getur bæði þurft að reisa brýr og grafa jarðgöng er ekki næg umferð til að standa undir slíkum framkvæmdum. Enn annað sjónarmið er að við viljum láta ferðamenn greiða fyrir alla notkun innviða okkar – og þá þarf að gjaldfæra fyrir vegakerfið í heild. Annars keyra þeir væntanlega framhjá gjaldheimtustöðunum, í okkar dæmi yfir gömlu Ölfusárbrúna og Víkurskarð. (Upp úr punktum á félagsmiðlum) Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun