Um Ölfusárbrú og veggjöld Haukur Arnþórsson skrifar 3. október 2024 11:00 Gjaldtaka af umferð er alþjóðlegt úrræði til að kosta samgöngubætur og varla verður við henni amast. Öllum stærri nýjum verkefnum hér á landi verður líklega mætt með slíku gjaldi. Hins vegar skiptir meginmáli hvernig að henni er staðið. Hún getur orðið mismunandi sanngjörn og mætt sjónarmiðum meðalhófs misvel. Þá getur hún náð misvel til allrar notkunar – og er þá átt við mikilvægi þess að ferðamenn greiði jafnt og landsmenn fyrir innviðanotkun. Ég tel að niðurgreiðslukerfið sem notað er af Sjúkratryggingum fyrir lyfjakaup gæti hentað vel við töku vegagjalda - að breyttu breytanda. Þá á ég við að greiðslur minnki með aukinni notkun og notkun yrði mæld fyrir tiltekið tímabil; hvert tímabil hafi gjaldþak. Allir byrjuðu með autt borð og greiði fullt gjald í upphafi þess. Þannig greiddu þeir sem aka sjaldan – sunnudagsbíltúrsfólkið og ferðamenn sem aka um stuttan tíma hér á landi – fullt gjald, en stórnotendur gætu farið niður undir eða niður í núllið. Svona kerfi mætir sjónarmiðum landsbyggðarfólks og þeirra sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu langt að. En þeir hópar hafa áhyggjur af því að gjaldið verði dreifbýlisskattur. Rökstyðja má að svona kerfi mæti sjónarmiðum meðalhófs. Í fljótu bragði virðist eðlilegast að gjaldfæra pr. bifreið og þá er greiðslan á ábyrgð skráðs eiganda, en líka má hugsa sér að miða greiðsluna við eigandann sem notanda – sem gefur möguleika á að hafa misjafnt gjald fyrir ólíka þjóðfélagshópa eins og gert er í lyfjamálum. Það myndi mæta meðalhófi enn betur – þótt gjaldið verði aldrei þrepaskipt eins og tekjuskattur. Að þessu sögðu skulum við ræða um nýju Ölfusárbrúna. Í fjárlögum segir; „Ölfusárbrú er dæmi um framkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins.“ (bls. 172). Að einungis þeir sem aka um brúna greiði fyrir byggingu hennar segja starfsmenn ríkisábyrgðarsjóðs að gangi ekki upp – og auðvitað þarf ríkisábyrgð vegna framkvæmdanna. Fleiri sjónarmið renna stoðum undir að einstaka vegaframkvæmdir verði ekki gjaldfærðar sérstaklega heldur vegakerfið í heild. Ástæðan er sú að úti á landi þar sem getur bæði þurft að reisa brýr og grafa jarðgöng er ekki næg umferð til að standa undir slíkum framkvæmdum. Enn annað sjónarmið er að við viljum láta ferðamenn greiða fyrir alla notkun innviða okkar – og þá þarf að gjaldfæra fyrir vegakerfið í heild. Annars keyra þeir væntanlega framhjá gjaldheimtustöðunum, í okkar dæmi yfir gömlu Ölfusárbrúna og Víkurskarð. (Upp úr punktum á félagsmiðlum) Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Ný Ölfusárbrú Vegagerð Vegtollar Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gjaldtaka af umferð er alþjóðlegt úrræði til að kosta samgöngubætur og varla verður við henni amast. Öllum stærri nýjum verkefnum hér á landi verður líklega mætt með slíku gjaldi. Hins vegar skiptir meginmáli hvernig að henni er staðið. Hún getur orðið mismunandi sanngjörn og mætt sjónarmiðum meðalhófs misvel. Þá getur hún náð misvel til allrar notkunar – og er þá átt við mikilvægi þess að ferðamenn greiði jafnt og landsmenn fyrir innviðanotkun. Ég tel að niðurgreiðslukerfið sem notað er af Sjúkratryggingum fyrir lyfjakaup gæti hentað vel við töku vegagjalda - að breyttu breytanda. Þá á ég við að greiðslur minnki með aukinni notkun og notkun yrði mæld fyrir tiltekið tímabil; hvert tímabil hafi gjaldþak. Allir byrjuðu með autt borð og greiði fullt gjald í upphafi þess. Þannig greiddu þeir sem aka sjaldan – sunnudagsbíltúrsfólkið og ferðamenn sem aka um stuttan tíma hér á landi – fullt gjald, en stórnotendur gætu farið niður undir eða niður í núllið. Svona kerfi mætir sjónarmiðum landsbyggðarfólks og þeirra sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu langt að. En þeir hópar hafa áhyggjur af því að gjaldið verði dreifbýlisskattur. Rökstyðja má að svona kerfi mæti sjónarmiðum meðalhófs. Í fljótu bragði virðist eðlilegast að gjaldfæra pr. bifreið og þá er greiðslan á ábyrgð skráðs eiganda, en líka má hugsa sér að miða greiðsluna við eigandann sem notanda – sem gefur möguleika á að hafa misjafnt gjald fyrir ólíka þjóðfélagshópa eins og gert er í lyfjamálum. Það myndi mæta meðalhófi enn betur – þótt gjaldið verði aldrei þrepaskipt eins og tekjuskattur. Að þessu sögðu skulum við ræða um nýju Ölfusárbrúna. Í fjárlögum segir; „Ölfusárbrú er dæmi um framkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins.“ (bls. 172). Að einungis þeir sem aka um brúna greiði fyrir byggingu hennar segja starfsmenn ríkisábyrgðarsjóðs að gangi ekki upp – og auðvitað þarf ríkisábyrgð vegna framkvæmdanna. Fleiri sjónarmið renna stoðum undir að einstaka vegaframkvæmdir verði ekki gjaldfærðar sérstaklega heldur vegakerfið í heild. Ástæðan er sú að úti á landi þar sem getur bæði þurft að reisa brýr og grafa jarðgöng er ekki næg umferð til að standa undir slíkum framkvæmdum. Enn annað sjónarmið er að við viljum láta ferðamenn greiða fyrir alla notkun innviða okkar – og þá þarf að gjaldfæra fyrir vegakerfið í heild. Annars keyra þeir væntanlega framhjá gjaldheimtustöðunum, í okkar dæmi yfir gömlu Ölfusárbrúna og Víkurskarð. (Upp úr punktum á félagsmiðlum) Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun