Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2024 10:06 Feðgarnir Eiður Smári og Andri Lucas Guðjohnsen á góðri stundu þegar að sá fyrrnefndi var leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma. „Þetta er nokkuð dæmigert er það ekki?“ segir Andri Lucas í samtali við blaðamann BBC sem ritar grein um endurkomu Guðjohnsen nafnsins á Stamford Bridge. „Að dragast á móti Chelsea í Sambandsdeildinni.“ Eiður Smári Guðjohnsen á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið þar á sínum tíma og verið afar sigursæll. Með Chelsea varð Eiður Smári til að mynda í tvígang Englandsmeistari. Hann lék 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf fjörutíu stoðsendingar á yfir sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitli með Chelsea undir stjórn José MourinhoVísir/Getty Allir þrír synir Eiðs Smára hafa fylgt í fótspor hans og eru nú atvinnumenn í knattspyrnu. Andri Lucas er næstelsti sonur Eiðs Smára og leikur eins og áður segir með Gent sem mætir á Brúna í kvöld. Sjálfur er Andri 22 ára gamall. Fæddur árið 2002 og segist hann muna glefsur frá tíma föður síns hjá Chelsea. Andri Lucas Guðjohnsen í leik með GentGetty/Srdjan Stevanovic „Það fyrsta sem ég gerði, þegar að ég sá að við höfðum dregist á móti Chelsea, var að hringja í föður minn. Þetta er sérstakt. Bæði fyrir mig og hann. Þegar að ég fæddist var pabbi leikmaður Chelsea. Þetta er einstakur dráttur að fá í Sambandsdeildinni.“ Í ítarlegri grein BBC um Guðjohnsen fjölskylduna er farið yfir þær kynslóðir knattspyrnumanna sem er að finna í fjölskyldunni. Greinina má finna hér. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
„Þetta er nokkuð dæmigert er það ekki?“ segir Andri Lucas í samtali við blaðamann BBC sem ritar grein um endurkomu Guðjohnsen nafnsins á Stamford Bridge. „Að dragast á móti Chelsea í Sambandsdeildinni.“ Eiður Smári Guðjohnsen á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið þar á sínum tíma og verið afar sigursæll. Með Chelsea varð Eiður Smári til að mynda í tvígang Englandsmeistari. Hann lék 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf fjörutíu stoðsendingar á yfir sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitli með Chelsea undir stjórn José MourinhoVísir/Getty Allir þrír synir Eiðs Smára hafa fylgt í fótspor hans og eru nú atvinnumenn í knattspyrnu. Andri Lucas er næstelsti sonur Eiðs Smára og leikur eins og áður segir með Gent sem mætir á Brúna í kvöld. Sjálfur er Andri 22 ára gamall. Fæddur árið 2002 og segist hann muna glefsur frá tíma föður síns hjá Chelsea. Andri Lucas Guðjohnsen í leik með GentGetty/Srdjan Stevanovic „Það fyrsta sem ég gerði, þegar að ég sá að við höfðum dregist á móti Chelsea, var að hringja í föður minn. Þetta er sérstakt. Bæði fyrir mig og hann. Þegar að ég fæddist var pabbi leikmaður Chelsea. Þetta er einstakur dráttur að fá í Sambandsdeildinni.“ Í ítarlegri grein BBC um Guðjohnsen fjölskylduna er farið yfir þær kynslóðir knattspyrnumanna sem er að finna í fjölskyldunni. Greinina má finna hér.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira