Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2024 10:48 Ásrún Jóhannesdóttir á flugvellinum í Jóhannesarborg. Hún og samstarfsfólk hennar í aðgerðarstjórnstöð flugrekstrarsviðs Air Atlanta í Kópavogi þurftu að hafa hraðar hendar við að redda málum. Egill Aðalsteinsson Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fylgjum við áhöfn Atlanta-fraktþotu í hringferð um Afríku. Flogið er með lyf frá Belgíu til Suður-Afríku og með blóm og kryddjurtir frá Kenýa til Belgíu. Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, slakar á eftir tólf stunda flug frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku.Egill Aðalsteinsson Í flugstjórnarklefanum í aðfluginu að Jóhannesarborg eru flugstjórinn Róbert Kristmundsson og flugmaðurinn Þorsteinn Steindórsson. Þriðji flugmaðurnn, Telma Rut Frímannsdóttir, er með um borð til að leysa af hina flugmennina svo þeir geti tekið sér hvíld á löngum flugleggjum. Sérstakur hleðslustjóri, Bretinn David Lombard, er í áhöfn vélarinnar. Einnig er með í för Ásrún Jóhannesdóttir en hún er yfirmaður í aðgerðarstjórnstöð flugrekstrarsviðs Air Atlanta í Kópavogi. Björn Þór Bjarnason flugvirki er með reyndustu starfsmönnum Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson Á flugvellinum í Jóhannesarborg beið flugvirkinn Björn Þór Bjarnason komu vélarinnar. Hann flýgur svo með henni áfram. Á meðfylgjandi myndskeiði, sem er ellefu mínútna langt, fylgjumst við með aðflugi og lendingu júmbóþotunnar í Jóhannesarborg sem og affermingu hennar. En einnig því hvernig skyndileg veikindi flugstjóra Air Atlanta, sem átti að taka við þotunni, setja óvænt strik í flugáætlun. Sjötti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld 7. október nefnist Fólkið í fluginu. Þá hittum við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum, rýnum í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Fimmti þáttur, um Afríkuhring Atlanta-þotunnar, verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 6. október, klukkan 16:50. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Air Atlanta Fréttir af flugi Suður-Afríka Boeing Tengdar fréttir Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fylgjum við áhöfn Atlanta-fraktþotu í hringferð um Afríku. Flogið er með lyf frá Belgíu til Suður-Afríku og með blóm og kryddjurtir frá Kenýa til Belgíu. Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, slakar á eftir tólf stunda flug frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku.Egill Aðalsteinsson Í flugstjórnarklefanum í aðfluginu að Jóhannesarborg eru flugstjórinn Róbert Kristmundsson og flugmaðurinn Þorsteinn Steindórsson. Þriðji flugmaðurnn, Telma Rut Frímannsdóttir, er með um borð til að leysa af hina flugmennina svo þeir geti tekið sér hvíld á löngum flugleggjum. Sérstakur hleðslustjóri, Bretinn David Lombard, er í áhöfn vélarinnar. Einnig er með í för Ásrún Jóhannesdóttir en hún er yfirmaður í aðgerðarstjórnstöð flugrekstrarsviðs Air Atlanta í Kópavogi. Björn Þór Bjarnason flugvirki er með reyndustu starfsmönnum Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson Á flugvellinum í Jóhannesarborg beið flugvirkinn Björn Þór Bjarnason komu vélarinnar. Hann flýgur svo með henni áfram. Á meðfylgjandi myndskeiði, sem er ellefu mínútna langt, fylgjumst við með aðflugi og lendingu júmbóþotunnar í Jóhannesarborg sem og affermingu hennar. En einnig því hvernig skyndileg veikindi flugstjóra Air Atlanta, sem átti að taka við þotunni, setja óvænt strik í flugáætlun. Sjötti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld 7. október nefnist Fólkið í fluginu. Þá hittum við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum, rýnum í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Fimmti þáttur, um Afríkuhring Atlanta-þotunnar, verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 6. október, klukkan 16:50. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Air Atlanta Fréttir af flugi Suður-Afríka Boeing Tengdar fréttir Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21
Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55