„Það verður allt dýrvitlaust“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 13:02 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt eftir leik Víkings við Val á dögunum og vonast eftir svipaðri tilfinningu í leikslok í Kýpur. vísir / pawel „Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Ferðalagið dróst aðeins á langinn hjá Víkingum sem komu seint og síðir til kýpversku höfuðborgarinnar Omonoia. „Þetta var tiltölulega einfalt flug til Manchester en svo komu einhverjar tafir, lengra flug til Kýpur og svo rútuferð. Við vorum komnir í rúmið eitthvað um klukkan tvö um nóttina. En þetta er bara hluti af þessum Evróputúrum,“ segir Arnar við íþróttadeild. Það hafi þó ekki stórvægileg áhrif á leikmenn. „Nei, ég held að besta lyf sem við eigum gegn þreytu er adrenalínið sem kemur á leikdegi og jafnvel fyrr. Ég held að það sé ekki til í okkar orðabók, einhver þreyta, bara spenna,“ bætir hann við. Sterkur andstæðingur Omonia er sögufrægt lið sem hefur orðið kýpverskur meistari 21 sinni og bikarmeistari 16 sinnum. Þrjú lið frá Kýpur eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem segir sitt um styrkleika deildarkeppninnar þar í landi. Nálgun Víkinga er því aðeins frábrugðin fyrir svo stóran leik. Stevan Jovetic, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester City, er leikmaður Omonoia.Vísir/Getty „Það eru miklu fleiri smáatriði, við höfum haft fleiri fundi en gengur og gerist heima. Það eru náttúrulega tveir fótboltar í Kýpur. Landsliðsboltinn er ekkert sérstakur en félagsliðaboltinn er góður,“ „Omonoia er með leikmenn frá einhverjum 17 löndum, gæðaleikmenn, dýra leikmenn með há laun. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að við erum á erfiðum útivelli, það verður allt dýrvitlaust á vellinum og þeir með kolbrjálaða stuðningsmenn,“ segir Arnar. Víkingar þurfi að læra af grátlegum töpum við erfiðar aðstæður gegn Malmö í Svíþjóð og Lech Poznan í Póllandi sumarið 2022. „Þetta verður kannski dálítið eins og úti í Poznan eða Malmö, svoleiðis leikur. Við höfum ekki spilað svoleiðis útileik í sumar og þurfum aðeins að leita í reynslubankann og sjá hvernig við tækluðum það,“ segir Arnar. Tilgangslaust að breyta of mikið til Spennan sé mikil en mikilvægt sé að stilla spennustigið rétt. Arnar hitaði upp með því að horfa á Meistaradeild Evrópu í gær þar sem gekk á ýmsu. Nú sé komið að Víkings eigin Meistaradeild. „Maður var að horfa á þessa Meistaradeildarveislu í gær og þetta nýja deildarfyrirkomulag sem er mjög spennandi. Sambandsdeildin er ekki Meistaradeildin en það má segja að þetta sé okkar Meistaradeild,“ Menn þurfa að njóta líka, segir Arnar.vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt fyrir mig og strákana þegar maður er kominn þangað, að njóta þess líka. Það er mikilvægt að spila þinn leik, tilgangslaust að fara í þessa leiki og spila einhvern allt annan leik,“ segir Arnar sem leggur áherslu á það að Víkingar nálgist verkefnið af ákveðinni ró og stilli sig rétt á meðan leik stendur. „Auðvitað þurfum við að gera suma hluti í lengri tíma en við höfum gert á Íslandi, að verjast í lágblokk og þess háttar. Við þurfum að vera streetwise og það er akkúrat það sem þessi stóru lið hafa, að vera meira streetwise heldur en andstæðingurinn,“ „Við vonandi getum aðeins lært á meðan leiknum stendur, en ekki eftir leik sem við töpum 4-0, heldur læra á augnablikin í leiknum, hvenær á að gera hvað.“ Leikur Víkings og Omonia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Ferðalagið dróst aðeins á langinn hjá Víkingum sem komu seint og síðir til kýpversku höfuðborgarinnar Omonoia. „Þetta var tiltölulega einfalt flug til Manchester en svo komu einhverjar tafir, lengra flug til Kýpur og svo rútuferð. Við vorum komnir í rúmið eitthvað um klukkan tvö um nóttina. En þetta er bara hluti af þessum Evróputúrum,“ segir Arnar við íþróttadeild. Það hafi þó ekki stórvægileg áhrif á leikmenn. „Nei, ég held að besta lyf sem við eigum gegn þreytu er adrenalínið sem kemur á leikdegi og jafnvel fyrr. Ég held að það sé ekki til í okkar orðabók, einhver þreyta, bara spenna,“ bætir hann við. Sterkur andstæðingur Omonia er sögufrægt lið sem hefur orðið kýpverskur meistari 21 sinni og bikarmeistari 16 sinnum. Þrjú lið frá Kýpur eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem segir sitt um styrkleika deildarkeppninnar þar í landi. Nálgun Víkinga er því aðeins frábrugðin fyrir svo stóran leik. Stevan Jovetic, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester City, er leikmaður Omonoia.Vísir/Getty „Það eru miklu fleiri smáatriði, við höfum haft fleiri fundi en gengur og gerist heima. Það eru náttúrulega tveir fótboltar í Kýpur. Landsliðsboltinn er ekkert sérstakur en félagsliðaboltinn er góður,“ „Omonoia er með leikmenn frá einhverjum 17 löndum, gæðaleikmenn, dýra leikmenn með há laun. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að við erum á erfiðum útivelli, það verður allt dýrvitlaust á vellinum og þeir með kolbrjálaða stuðningsmenn,“ segir Arnar. Víkingar þurfi að læra af grátlegum töpum við erfiðar aðstæður gegn Malmö í Svíþjóð og Lech Poznan í Póllandi sumarið 2022. „Þetta verður kannski dálítið eins og úti í Poznan eða Malmö, svoleiðis leikur. Við höfum ekki spilað svoleiðis útileik í sumar og þurfum aðeins að leita í reynslubankann og sjá hvernig við tækluðum það,“ segir Arnar. Tilgangslaust að breyta of mikið til Spennan sé mikil en mikilvægt sé að stilla spennustigið rétt. Arnar hitaði upp með því að horfa á Meistaradeild Evrópu í gær þar sem gekk á ýmsu. Nú sé komið að Víkings eigin Meistaradeild. „Maður var að horfa á þessa Meistaradeildarveislu í gær og þetta nýja deildarfyrirkomulag sem er mjög spennandi. Sambandsdeildin er ekki Meistaradeildin en það má segja að þetta sé okkar Meistaradeild,“ Menn þurfa að njóta líka, segir Arnar.vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt fyrir mig og strákana þegar maður er kominn þangað, að njóta þess líka. Það er mikilvægt að spila þinn leik, tilgangslaust að fara í þessa leiki og spila einhvern allt annan leik,“ segir Arnar sem leggur áherslu á það að Víkingar nálgist verkefnið af ákveðinni ró og stilli sig rétt á meðan leik stendur. „Auðvitað þurfum við að gera suma hluti í lengri tíma en við höfum gert á Íslandi, að verjast í lágblokk og þess háttar. Við þurfum að vera streetwise og það er akkúrat það sem þessi stóru lið hafa, að vera meira streetwise heldur en andstæðingurinn,“ „Við vonandi getum aðeins lært á meðan leiknum stendur, en ekki eftir leik sem við töpum 4-0, heldur læra á augnablikin í leiknum, hvenær á að gera hvað.“ Leikur Víkings og Omonia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira