Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2024 11:50 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Efling undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem nær til félagsmanna á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum. Formaður Eflingar fagnar því að stjórnvöld viðurkenni loks mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira