Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 13:34 Það fór ekki nægilega vel af stað hjá Heimi Hallgrímssyni í september og hann gerir sex breytingar á leikmannahópnum frá því verkefni. Getty/Stephn McCarthy Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni. Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni. Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð. Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik. Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar. SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00 Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33 Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni. Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni. Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð. Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik. Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar. SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00 Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33 Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00
Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31
Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33
Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33