Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson skrifar 3. október 2024 14:02 Hægri stjórnmálahreyfingar hafa alstaðar jákvæðan aðstöðumun vegna tengsla þeirra við fjármagnseigendur, ekki minnst hvað varðar áhrif á fjölmiðlun. Fjölmiðlar gegna afgerandi lykilhlutverki í að móta skoðanir almennings og hafa þannig líka áhrif á pólitíska skoðunar myndun og þeir sem hafa fjármagn hafa meiri möguleika á að stjórna eða hafa áhrif á þessi valdatæki. Ef benda á einhvern einn einstakan galla í lýðræðisferlinu á vesturlöndum þá er það þetta ójafnvægi á aðgangi að fjármagni þar sem fjármagnsöflin ausa fjármunum í hægri stjórnmálahreyfingar á sama tíma og vinstrið er stöðugt í fjárþröng og verða að treysta á velvilja launafólks sem oftar en ekki eru á lágum launum. Í flestum löndum eiga auðugir einstaklingar og fyrirtæki stóran hlut fjölmiðla, og þeir styðja gjarnan hafa tengsl við hægrisinnaða stjórnmálahreyfingar. Vegna þess að hægri stjórnmál stefna oft í átt að markaðslausnum og verndun fjármagnseigenda, er líklegt að eigendur fjölmiðla hafi hagsmuni af því að styðja hægrisinnaðar hugmyndir. Í Bretlandi til dæmis eru sumir af stærstu dagblöðum og fjölmiðlum í eigu auðugra einstaklinga sem hafa augljós tengsl við hægristefnuna, eins og Rupert Murdoch og hans fjölmiðlaveldi. Í Bandaríkjunum hafa mörg stórfyrirtæki og fjárfestar veitt stóru flokkunum og þá sérstaklega Repúblikanaflokknum verulega fjárhagslega styrki, sem hefur styrkt herferðir þeirra. Fjármagnið gerir hægri flokkum kleift að nýta öflugari auglýsingaherferðir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vinstri stjórnmálaflokkar hafa reynt að vinna gegn þessum aðstöðumun með því að nýta samfélagsmiðla og óháða netmiðla til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þessi miðlun er ódýrari og getur náð til stórs hóps, en samt hafa vinstriflokkar yfirleitt miklu minna fjármagn til að reka stórar herferðir. Þegar fjölmiðlar eru í eigu eða undir áhrifum auðugra einstaklinga eða fyrirtækja, hafa þeir haft bein áhrif á það hvernig almenningur skynjar hægri og vinstri stjórnmál. Þetta kemur fram í hlutdrægri fréttaflutningi eða áherslu á ákveðin málefni sem styðja hægrisinnaða hugmyndafræði. Þetta smitar jafnvel útfrá sér yfir á óháða fjölmiðla eins og til dæmis ríkisfjölmiðla þar sem „norminu” er haldi til hægri. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem auðvaldið heldur uppi Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu og RÚV þorir varla að fjalla um efni sem því er ekki að skapi. Það er því alveg ljóst að þetta ójafnvægi hefur áhrif á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu og styrkir stöðu hægri flokka á kostnað flokka til vinstri. Ef einhver áhugi er fyrir því að reka alvöru lýðræðisþjóðfélag þá þarf að ná fram breytingum á þessu, ekki bara á Íslandi heldur víðast um veröld. Hægri hugmyndasmiðjur víðs vegar um heiminn, fjármagnaðar af auðmönnum, framleiða efni sem viðheldur þessu ójafnvægi og gerir umbætur í þágu almennings nánast ómögulegar. Leikurinn fer ekki vel því það er vitlaust gefið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hægri stjórnmálahreyfingar hafa alstaðar jákvæðan aðstöðumun vegna tengsla þeirra við fjármagnseigendur, ekki minnst hvað varðar áhrif á fjölmiðlun. Fjölmiðlar gegna afgerandi lykilhlutverki í að móta skoðanir almennings og hafa þannig líka áhrif á pólitíska skoðunar myndun og þeir sem hafa fjármagn hafa meiri möguleika á að stjórna eða hafa áhrif á þessi valdatæki. Ef benda á einhvern einn einstakan galla í lýðræðisferlinu á vesturlöndum þá er það þetta ójafnvægi á aðgangi að fjármagni þar sem fjármagnsöflin ausa fjármunum í hægri stjórnmálahreyfingar á sama tíma og vinstrið er stöðugt í fjárþröng og verða að treysta á velvilja launafólks sem oftar en ekki eru á lágum launum. Í flestum löndum eiga auðugir einstaklingar og fyrirtæki stóran hlut fjölmiðla, og þeir styðja gjarnan hafa tengsl við hægrisinnaða stjórnmálahreyfingar. Vegna þess að hægri stjórnmál stefna oft í átt að markaðslausnum og verndun fjármagnseigenda, er líklegt að eigendur fjölmiðla hafi hagsmuni af því að styðja hægrisinnaðar hugmyndir. Í Bretlandi til dæmis eru sumir af stærstu dagblöðum og fjölmiðlum í eigu auðugra einstaklinga sem hafa augljós tengsl við hægristefnuna, eins og Rupert Murdoch og hans fjölmiðlaveldi. Í Bandaríkjunum hafa mörg stórfyrirtæki og fjárfestar veitt stóru flokkunum og þá sérstaklega Repúblikanaflokknum verulega fjárhagslega styrki, sem hefur styrkt herferðir þeirra. Fjármagnið gerir hægri flokkum kleift að nýta öflugari auglýsingaherferðir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vinstri stjórnmálaflokkar hafa reynt að vinna gegn þessum aðstöðumun með því að nýta samfélagsmiðla og óháða netmiðla til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þessi miðlun er ódýrari og getur náð til stórs hóps, en samt hafa vinstriflokkar yfirleitt miklu minna fjármagn til að reka stórar herferðir. Þegar fjölmiðlar eru í eigu eða undir áhrifum auðugra einstaklinga eða fyrirtækja, hafa þeir haft bein áhrif á það hvernig almenningur skynjar hægri og vinstri stjórnmál. Þetta kemur fram í hlutdrægri fréttaflutningi eða áherslu á ákveðin málefni sem styðja hægrisinnaða hugmyndafræði. Þetta smitar jafnvel útfrá sér yfir á óháða fjölmiðla eins og til dæmis ríkisfjölmiðla þar sem „norminu” er haldi til hægri. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem auðvaldið heldur uppi Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu og RÚV þorir varla að fjalla um efni sem því er ekki að skapi. Það er því alveg ljóst að þetta ójafnvægi hefur áhrif á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu og styrkir stöðu hægri flokka á kostnað flokka til vinstri. Ef einhver áhugi er fyrir því að reka alvöru lýðræðisþjóðfélag þá þarf að ná fram breytingum á þessu, ekki bara á Íslandi heldur víðast um veröld. Hægri hugmyndasmiðjur víðs vegar um heiminn, fjármagnaðar af auðmönnum, framleiða efni sem viðheldur þessu ójafnvægi og gerir umbætur í þágu almennings nánast ómögulegar. Leikurinn fer ekki vel því það er vitlaust gefið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun