Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar 5. október 2024 09:01 Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. Rúmu einu og hálfu ári síðar hóf Ísrael sína mannskæðustu og hrottalegustu árás á Gaza og í Palestínu til þessa. Sú árás stendur en yfir, og nú ári seinna hefur Ísrael sprengt upp alla háskóla á Gaza, myrt yfir 9.000 háskólanemendur og 700 háskólakennara og fræðafólk. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af menntamorðinu sem Ísrael fremur samhliða þjóðarmorði á Gaza. 24. nóvember 2023 lýsti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, árásum Ísrael á Gaza sem „pólitísku álitamál líðandi stundar“ og taldi ekki ástæðu til þess að Háskól Íslands lýsti yfir stuðningi við nemendur og starfsfólk palestínskra háskóla, hvað þá við alla íbúa landsins. Í sama viðtali lýsir hann innrás Rússlands inn í Úkraínu sem fordæmalausri og segir að Háskólanum beri að fylgja því sem „sannara reynist“. Nú má vera að Jóni Atla, og öðrum stjórnendum við Háskóla Íslands, hafi ekki verið kunnugt um 76 ára sögu stríðsglæpa Ísraels gegn Palestínufólki, en mikill fréttaflutningur og fræðilegar umfjallanir hafa átt sér stað síðan, auk þess sem Ísrael hefur gengið lengra en nokkru sinni fyrr í glæpum sínum gegn Palestínubúum og mannkyninu öllu. Hernám, þjóðernishreinsanir og stríðslæpir eru ekki pólitískt álitamál. Ef Háskóla Íslands vantar einhverskonar sannanir fyrir glæpum Ísraels, nægir að líta til þess að Alþjóðadómstóllinn og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skipað Ísrael að stöðva tafarlaust árásir sínar á Gaza og Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Í kjölfarið hefur Ísrael hótað Alþjóðaglæpadómstólnum og þeim sem í honum sitja. Nú síðast kaus Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna með viðskiptaþvingunum gegn Ísrael, þar sem lögð var lagaleg skylda á öll ríki að leggja sitt af mörkum til að binda endi á ólöglegt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels í Palestínu. Stór hópur stúdenta, með Stúdentaráð HÍ í broddi fylkingar, ásamt yfir 300 starfsmönnum Háskóla Íslands hafa ítrekað lagt fram þá kröfu á stjórnendur háskólans að hann bregðist við ofantöldu á viðeigandi hátt sem samræmist fyrri aðgerðum hans gegn Rússlandi. Það hlýtur að vera mikilvægt að HÍ gæti jafnræðis og sé samkvæmur sjálfum sér í orðum og gjörðum. Stúdentar fyrir Palestínu hafa boðað til verkfalls og mótmæla í Háskóla Íslands þann 7. október klukkan 12:00, í von um að ná eyrum rektors. Kröfurnar sem að stúdentar gera eru eftirfarandi: Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ. Rektor hefur lýst því yfir að „Háskóli Íslands [sé] ekki með neina samstarfssamninga við ísraelska háskóla, en einstökum fræðimönnum [sé] frjálst að vinna með kollegum sínum hvar í heimi sem er samkvæmt þeirra eigin mati.“ Þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu annað en vanvilji háskólayfirvalda að uppfylla fyrstu þrjár kröfurnar strax á morgun, og þó fyrr hefði verið. Ég hvet alla stúdenta, fyrrum stúdenta og starfsfólk HÍ til að mæta á mótmælin 7. október, til að sýna háskólayfirvöldum HÍ að stúdentar vilja tilheyra háskólasamfélagi sem að hefur fræðilega og siðferðislega burði til að standa gegn þjóðar- og menntamorði, að slíkt sé ekki „pólitískt álitamál líðandi stundar“, og að við séum tilbúin að berjast fyrir því. Höfundur er meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. Rúmu einu og hálfu ári síðar hóf Ísrael sína mannskæðustu og hrottalegustu árás á Gaza og í Palestínu til þessa. Sú árás stendur en yfir, og nú ári seinna hefur Ísrael sprengt upp alla háskóla á Gaza, myrt yfir 9.000 háskólanemendur og 700 háskólakennara og fræðafólk. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af menntamorðinu sem Ísrael fremur samhliða þjóðarmorði á Gaza. 24. nóvember 2023 lýsti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, árásum Ísrael á Gaza sem „pólitísku álitamál líðandi stundar“ og taldi ekki ástæðu til þess að Háskól Íslands lýsti yfir stuðningi við nemendur og starfsfólk palestínskra háskóla, hvað þá við alla íbúa landsins. Í sama viðtali lýsir hann innrás Rússlands inn í Úkraínu sem fordæmalausri og segir að Háskólanum beri að fylgja því sem „sannara reynist“. Nú má vera að Jóni Atla, og öðrum stjórnendum við Háskóla Íslands, hafi ekki verið kunnugt um 76 ára sögu stríðsglæpa Ísraels gegn Palestínufólki, en mikill fréttaflutningur og fræðilegar umfjallanir hafa átt sér stað síðan, auk þess sem Ísrael hefur gengið lengra en nokkru sinni fyrr í glæpum sínum gegn Palestínubúum og mannkyninu öllu. Hernám, þjóðernishreinsanir og stríðslæpir eru ekki pólitískt álitamál. Ef Háskóla Íslands vantar einhverskonar sannanir fyrir glæpum Ísraels, nægir að líta til þess að Alþjóðadómstóllinn og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skipað Ísrael að stöðva tafarlaust árásir sínar á Gaza og Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Í kjölfarið hefur Ísrael hótað Alþjóðaglæpadómstólnum og þeim sem í honum sitja. Nú síðast kaus Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna með viðskiptaþvingunum gegn Ísrael, þar sem lögð var lagaleg skylda á öll ríki að leggja sitt af mörkum til að binda endi á ólöglegt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels í Palestínu. Stór hópur stúdenta, með Stúdentaráð HÍ í broddi fylkingar, ásamt yfir 300 starfsmönnum Háskóla Íslands hafa ítrekað lagt fram þá kröfu á stjórnendur háskólans að hann bregðist við ofantöldu á viðeigandi hátt sem samræmist fyrri aðgerðum hans gegn Rússlandi. Það hlýtur að vera mikilvægt að HÍ gæti jafnræðis og sé samkvæmur sjálfum sér í orðum og gjörðum. Stúdentar fyrir Palestínu hafa boðað til verkfalls og mótmæla í Háskóla Íslands þann 7. október klukkan 12:00, í von um að ná eyrum rektors. Kröfurnar sem að stúdentar gera eru eftirfarandi: Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ. Rektor hefur lýst því yfir að „Háskóli Íslands [sé] ekki með neina samstarfssamninga við ísraelska háskóla, en einstökum fræðimönnum [sé] frjálst að vinna með kollegum sínum hvar í heimi sem er samkvæmt þeirra eigin mati.“ Þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu annað en vanvilji háskólayfirvalda að uppfylla fyrstu þrjár kröfurnar strax á morgun, og þó fyrr hefði verið. Ég hvet alla stúdenta, fyrrum stúdenta og starfsfólk HÍ til að mæta á mótmælin 7. október, til að sýna háskólayfirvöldum HÍ að stúdentar vilja tilheyra háskólasamfélagi sem að hefur fræðilega og siðferðislega burði til að standa gegn þjóðar- og menntamorði, að slíkt sé ekki „pólitískt álitamál líðandi stundar“, og að við séum tilbúin að berjast fyrir því. Höfundur er meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun