„Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 19:46 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með frammistöðu Víkings í fyrri hálfleik. vísir/diego Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst tapið fyrir Omonia í Sambandsdeild Evrópu vera of stórt. Hann sagði að sínir menn hefðu gert mistök sem þeir gera alla jafna ekki. Þá höfðu meiðsli Tariks Ibrahimagic mikil áhrif á gang mála að mati þjálfarans. Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
„Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti