Eins og jafnan fara þá hinir ýmsu lukkuriddarar á stjá. Jón Gnarr ætlar aftur í framboð og Arnar Þór Jónsson sömuleiðis. Báðir eru til alls líklegir, einkum Jón Gnarr, sem er vafalaust mikill fengur fyrir Viðreisn.
Lengi hefur stefnt í stórsigur Samfylkingar og Miðflokksins sé tekið mið af skoðanakönnunum. Því er líklegt að þessir flokkar þurfi að leita frambjóðenda í hinum ýmsu skúmaskotum til að fylla sína þingflokka.
Hjá Miðflokknum er sennilega hægt að týna til hvaða andlitsleysingja sem er við hlið indíánahöfðingjana Sigmundar Davíðs og Bergþórs Ólasonar.
Í Samfylkingunni er þessu öðruvísi farið enda landsþekkt fólk að gera tilkall til efstu sæta. Dagur B. Eggertsson hefur lengi verið orðaður við þingframboð, og nú nýverið stakk hinn alvörugefni blaðamaður Þórður Snær Júlíusson fram kollinum.
Lengi hefur stefnt í stórsigur Samfylkingar og Miðflokksins sé tekið mið af skoðanakönnunum. Því er líklegt að þessir flokkar þurfi að leita frambjóðenda í hinum ýmsu skúmaskotum til að fylla sína þingflokka.
Úr vöndu er að því ráða hjá Kristrúnu Frostadóttur sem auðvitað er sigurvegari undanfarinna missera í íslenskri pólitík. Gæti nýjabrumið farið af nýju Samfylkingunni með tilkomu borgarstjórans fyrrverandi og stjörnublaðamannsins umdeilda?
Það væri þá huggun harmi gegn að njóta krafta hins harðduglega Dags, enda tekur hann aldrei orlof eins og frægt er orðið.
Hvaða félög ætla að ríða á vaðið?
Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og Seðlabankastjóri evrusvæðisins, hefur lagt til við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að samkeppnisregluverk um fjarskiptafélög í Evrópu verði einfaldað til muna og þeim leyft að sameinast í auknum mæli.
Athyglisvert verður að fylgjast með því hvenær flöskuskeytinu skolar hingað til lands, enda óvíða meiri samkeppni á fjarskiptamarkaði miðað við mannfjölda.
Draghi nefnir í skýrslunni að fjarskiptafélög í Evrópu séu of mörg og arðsemi lág. Þetta valdi því að fjárfesting í innviðum fari þverrandi sem að endingu muni hafa slæm áhrif á samkeppnisstöðu álfunnar – einkum gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Telur Draghi að með aukinni stærðarhagkvæmni megi ráða bót á þessu. Tryggja viðunandi arðsemi og nauðsynlega fjárfestingu.
Útspil Draghi er í samræmi við þróun í Bretlandi, þar sem þarlend samkeppnisyfirvöld hafa sent út sambærileg skilaboð. Þau fjalla nú um samruna Vodafone og Three en þar renna saman annað og þriðja stærsta fjarskiptafélag Bretlandseyja – þótt ekki sé útséð með þá vegferð enn.
Athyglisvert verður að fylgjast með því hvenær flöskuskeytinu skolar hingað til lands, enda óvíða meiri samkeppni á fjarskiptamarkaði miðað við mannfjölda. Sennilega myndi aukin stærðarhagkvæmni hér á landi skila sér í bættum verðum til neytenda og öflugri innviðum.
Spurningin er bara hvaða tvö félög ætla að ríða á vaðið og láta á málið reyna?
Ráðgjafinn er vikulegur pistill þar sem innanbúðarmaður tekur púlsinn á stöðunni innan stjórnmála og atvinnulífs.