Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 12:32 Luis Enrique ræðir við Kylian Mbappé. getty/Jose Breton Í nýrri heimildamynd um Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, sést hann húðskamma stórstjörnuna Kylian Mbappé. Luis Enrique tók við PSG fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í átta liða úrslitunum mætti PSG gamla liðinu hans Enriques, Barcelona. Og fyrir seinni leikinn í einvíginu lét Enrique Mbappé heyra það eins og sést í heimildamyndinni. Hann vildi að framherjinn legði sig meira fram í varnarleiknum. „Ég las að þú værir hrifinn af Michael Jordan. Hann tók í hnakkadrambið á samherjum sínum og varðist eins og brjálæðingur. Þú verður að gefa tóninn, fyrst sem manneskja og sem leikmaður,“ sagði Enrique við Mbappé. „Allan leikinn verður þú að pressa [Pau] Cubarsí svo hann komist ekki fram með boltann og pressa [Marc-André] Ter Stegen svo hann gefi boltann fljótt frá sér og vera snöggur að koma þér til baka. Af hverju? Til að vera leiðtogi.“ "He leído que te gustaba Michael Jordan"."Michael Jordan se ponía a defender como un hijo de p***".#LuisEnrique 🗣️ Mbappé 📼 Lunes 7, '𝑵𝒐 𝒕𝒆𝒏𝒆́𝒊𝒔 𝒏𝒊 **** 𝒊𝒅𝒆𝒂' Capítulo 2. pic.twitter.com/VSYqtTAIsl— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) October 3, 2024 Enrique vildi sjá Mbappé sýna meiri leiðtogahæfni í leiknum gegn Barcelona. „Þú ert ótrúlegur. Þú ert heimsklassa leikmaður. Engin spurning. En það er ekki nóg fyrir mig. Sannur leiðtogi er einhver sem hjálpar okkur í öllum þáttum leiksins,“ sagði Enrique. „Það er það sem ég vil að þú gerir. Að vera leiðtogi hérna. Ég vil að þú getir gengið út um dyrnar án þess að sjá eftir nokkru. Þú verður að vinna. Ekki sækja. Þú ert frábær sóknarmaður. Þú sækir eins og brjálæðingur. En þegar þú getur það ekki verðurðu að vera besti varnarmaður í heimi. Það er leiðtogi. Það er Michael Jordan.“ Orð Enriques virðast hafa haft góð áhrif á Mbappé því hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Barcelona sem PSG vann, 4-1. Eftir tímabilið gekk Mbappé í raðir Real Madrid eins og við var búist. Hann er markahæsti leikmaður í sögu PSG og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Luis Enrique tók við PSG fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í átta liða úrslitunum mætti PSG gamla liðinu hans Enriques, Barcelona. Og fyrir seinni leikinn í einvíginu lét Enrique Mbappé heyra það eins og sést í heimildamyndinni. Hann vildi að framherjinn legði sig meira fram í varnarleiknum. „Ég las að þú værir hrifinn af Michael Jordan. Hann tók í hnakkadrambið á samherjum sínum og varðist eins og brjálæðingur. Þú verður að gefa tóninn, fyrst sem manneskja og sem leikmaður,“ sagði Enrique við Mbappé. „Allan leikinn verður þú að pressa [Pau] Cubarsí svo hann komist ekki fram með boltann og pressa [Marc-André] Ter Stegen svo hann gefi boltann fljótt frá sér og vera snöggur að koma þér til baka. Af hverju? Til að vera leiðtogi.“ "He leído que te gustaba Michael Jordan"."Michael Jordan se ponía a defender como un hijo de p***".#LuisEnrique 🗣️ Mbappé 📼 Lunes 7, '𝑵𝒐 𝒕𝒆𝒏𝒆́𝒊𝒔 𝒏𝒊 **** 𝒊𝒅𝒆𝒂' Capítulo 2. pic.twitter.com/VSYqtTAIsl— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) October 3, 2024 Enrique vildi sjá Mbappé sýna meiri leiðtogahæfni í leiknum gegn Barcelona. „Þú ert ótrúlegur. Þú ert heimsklassa leikmaður. Engin spurning. En það er ekki nóg fyrir mig. Sannur leiðtogi er einhver sem hjálpar okkur í öllum þáttum leiksins,“ sagði Enrique. „Það er það sem ég vil að þú gerir. Að vera leiðtogi hérna. Ég vil að þú getir gengið út um dyrnar án þess að sjá eftir nokkru. Þú verður að vinna. Ekki sækja. Þú ert frábær sóknarmaður. Þú sækir eins og brjálæðingur. En þegar þú getur það ekki verðurðu að vera besti varnarmaður í heimi. Það er leiðtogi. Það er Michael Jordan.“ Orð Enriques virðast hafa haft góð áhrif á Mbappé því hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Barcelona sem PSG vann, 4-1. Eftir tímabilið gekk Mbappé í raðir Real Madrid eins og við var búist. Hann er markahæsti leikmaður í sögu PSG og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og Eibar Luis Enrique skýtur föstum skotum að Xavi í nýrri heimildamynd. Hann segir að Xavi hafi látið Barcelona spila eins og smálið. 27. september 2024 11:00
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn