Nágrannaerjur í Kópavogi: Ekki sýnt fram á að ákveðin tré valdi verulegum óþægindum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2024 15:44 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Trjálundur í Hjallahverfinu í Kópavogi er uppspretta nágrannaerja sem hafa verið teknar fyrir á tveimur dómstigum. Landsréttur felldi dóm í málinu í gær og gerir konu, sem býr í einbýlishúsi í hverfinu, að klippa trjágróður við lóðarmörk nágranna hennar, sem búa í nærliggjandi parhúsi. Landsréttur gerir henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau séu ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Samkvæmt dómskvöddum matsmanni eru tréinn innan fjögurra metra línunnar 45 talsins. Íbúar parhússins sögðu trén skyggja nær algjörlega á dagsbirtu, sól og útsýni. Þá væri verulegur óþrifnaður af trjágróðrinum. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Sjá nánar: Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Landsréttur hins vegar sýknaði konuna af kröfunni um að klippa öll trén. Að mati dómsins var ekki búið að sýna fram á að skuggavarp af þeim trjám sem ekki eru innan fjögurra metra valda verulegum óþægindum umfram það sem almennt mætti vænta í þéttbýli. Konan fær þriggja mánaða frest frá uppsögu dómsins til þess að klippa trén sem henni er gert að klippa. Ef hún gerir það ekki verða 35 þúsund króna dagsektir lagaðar á hana. Í héraðsdómi hafði konunni verið gert að greiða tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var staðfest í Landsrétti. Dómsmál Kópavogur Nágrannadeilur Tré Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Fleiri fréttir Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjá meira
Landsréttur gerir henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau séu ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Samkvæmt dómskvöddum matsmanni eru tréinn innan fjögurra metra línunnar 45 talsins. Íbúar parhússins sögðu trén skyggja nær algjörlega á dagsbirtu, sól og útsýni. Þá væri verulegur óþrifnaður af trjágróðrinum. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Sjá nánar: Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Landsréttur hins vegar sýknaði konuna af kröfunni um að klippa öll trén. Að mati dómsins var ekki búið að sýna fram á að skuggavarp af þeim trjám sem ekki eru innan fjögurra metra valda verulegum óþægindum umfram það sem almennt mætti vænta í þéttbýli. Konan fær þriggja mánaða frest frá uppsögu dómsins til þess að klippa trén sem henni er gert að klippa. Ef hún gerir það ekki verða 35 þúsund króna dagsektir lagaðar á hana. Í héraðsdómi hafði konunni verið gert að greiða tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var staðfest í Landsrétti.
Dómsmál Kópavogur Nágrannadeilur Tré Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Fleiri fréttir Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjá meira