Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir skrifar 5. október 2024 15:31 Í dag er alþjóðlegur dagur kennara og við það tilefni er mikilvægt að kennarar taki höndum saman og veki athygli á því góða og öfluga starfi sem þeir inna af hendi daglega í skólum landsins. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og það skiptir miklu máli að í samfélaginu sé virðing borin fyrir þeirra störfum. Víða er pottur brotinn í starfsumhverfi kennara og álag í starfinu er mikið. Þau sem ekki starfa innan grunnskólanna gera sér mörg hver ekki grein fyrir þeim afrekum sem kennarar vinna með því að efla færni ólíkra einstaklinga á mjög fjölbreyttan hátt þrátt fyrir ýmsar hindranir í veginum. Skortur á námsefni, skortur á úrræðum, skortur á heilnæmu húsnæði, skortur á fjármagni og skortur á fagmenntuðu starfsfólki og sérfræðingum eru þeirra á meðal. Þar að auki mætti nefna skort á kjarasamningi en kjaradeila kennara er komin á borð ríkissáttasemjara. Á covid tímum unnu kennarar mikið afrek þegar þeim tókst með einstakri samheldni og einhug að halda íslenskum skólum opnum og umturna öllu skipulagi starfsins til að geta haldið kennslu áfram fyrir nemendur. Á mjög skömmum tíma urðu miklar tæknilegar og skipulagslegar breytingar en afrek sem þessi vilja gleymast í umræðunni um skólamál. Það fennir óþægilega fljótt yfir það sem vel er gert og því þarf að breyta! Samfélagið á að bera traust til kennara og ráðamenn sem hafa áhrif í umræðunni ættu að gera það líka. Ég minnist þess að hafa sem ung stúlka fylgt móður minni, grunnskólakennaranum, í húsnæði í Hlíðunum þar sem hópur kennara í verkfalli hittist. Þeir ræddu málin, hughreystu og stöppuðu stálinu hver í annan. Ég man þrátt fyrir ungan aldur eftir þungu andrúmsloftinu sem ríkti yfir hópnum. Það er þyngra en tárum taki að við skulum ennþá vera í þeirri stöðu um fjörutíu árum síðar að þurfa að setjast við borð ríkissáttasemjara til að ræða leiðréttingu á launum okkar og knýja fram breytingar. Kennarar eru ofurhetjur og ég er þakklát fyrir að tilheyra þeirra hópi. Ofurhetjur hugsa nefnilega út fyrir boxið og eru óhræddar við að feta ótroðnar slóðir á vegferð sinni. Bestu kveðjur til ykkar kæru kennarar og njótið dagsins! Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur kennara og við það tilefni er mikilvægt að kennarar taki höndum saman og veki athygli á því góða og öfluga starfi sem þeir inna af hendi daglega í skólum landsins. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og það skiptir miklu máli að í samfélaginu sé virðing borin fyrir þeirra störfum. Víða er pottur brotinn í starfsumhverfi kennara og álag í starfinu er mikið. Þau sem ekki starfa innan grunnskólanna gera sér mörg hver ekki grein fyrir þeim afrekum sem kennarar vinna með því að efla færni ólíkra einstaklinga á mjög fjölbreyttan hátt þrátt fyrir ýmsar hindranir í veginum. Skortur á námsefni, skortur á úrræðum, skortur á heilnæmu húsnæði, skortur á fjármagni og skortur á fagmenntuðu starfsfólki og sérfræðingum eru þeirra á meðal. Þar að auki mætti nefna skort á kjarasamningi en kjaradeila kennara er komin á borð ríkissáttasemjara. Á covid tímum unnu kennarar mikið afrek þegar þeim tókst með einstakri samheldni og einhug að halda íslenskum skólum opnum og umturna öllu skipulagi starfsins til að geta haldið kennslu áfram fyrir nemendur. Á mjög skömmum tíma urðu miklar tæknilegar og skipulagslegar breytingar en afrek sem þessi vilja gleymast í umræðunni um skólamál. Það fennir óþægilega fljótt yfir það sem vel er gert og því þarf að breyta! Samfélagið á að bera traust til kennara og ráðamenn sem hafa áhrif í umræðunni ættu að gera það líka. Ég minnist þess að hafa sem ung stúlka fylgt móður minni, grunnskólakennaranum, í húsnæði í Hlíðunum þar sem hópur kennara í verkfalli hittist. Þeir ræddu málin, hughreystu og stöppuðu stálinu hver í annan. Ég man þrátt fyrir ungan aldur eftir þungu andrúmsloftinu sem ríkti yfir hópnum. Það er þyngra en tárum taki að við skulum ennþá vera í þeirri stöðu um fjörutíu árum síðar að þurfa að setjast við borð ríkissáttasemjara til að ræða leiðréttingu á launum okkar og knýja fram breytingar. Kennarar eru ofurhetjur og ég er þakklát fyrir að tilheyra þeirra hópi. Ofurhetjur hugsa nefnilega út fyrir boxið og eru óhræddar við að feta ótroðnar slóðir á vegferð sinni. Bestu kveðjur til ykkar kæru kennarar og njótið dagsins! Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun