Tryggvi Snær skoraði sex stig í leiknum ásamt því að taka fimm fráköst og gefa eina stoðsendingu.
Í B-deildinni á Spáni var Jón Axel Guðmundsson öflugur í sigri sinna manna í San Pablo Burgos á Fuenlabrada. Jón Axel var stigahæstur með 17 stig í níu stiga sigri, lokatölur 79-70. Jón Axel og félagar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni.
Í Grikklandi var Elvar Már Friðriksson með 11 stoðsendingar í fjögurra stiga tapi Maroussi gegn Promitheas, lokatölur leiksins 80-84. Elvar Már skoraði einnig sjö stig. Þetta var fyrsta umferð efstu deildar þar í landi.