Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 13:34 Hólmfríður starfaði á neyðarsjúkrahúsi í Rafah í sumar. Rauði krossinn Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira