Það er þetta með þorpið Dagný Gísladóttir skrifar 6. október 2024 15:32 Hugleiðingar kennara á Alþjóðadegi kennara Ef þú bara vissir hvað mér þykir gaman að mæta í vinnuna. Nýjar áskoranir á hverjum degi. Ótal tækifæri til að byggja upp einstaklinga framtíðarinnar og hvetja þá til góðra verka. Læra meira en í gær, kenna allt milli himins og jarðar og jafnvel skoða hluti sem maður vissi ekki að væru til. Sjá framfarir nemenda, litlu hlutirnir og stóru sigrarnir. Upplifa gleði og sorg, taka þátt í lífi einstaklega sem skipta mig miklu máli, okkur öll, alla sem starfa í skóla. Finna námsefni við hæfi, huga að áhugasviði hvers og eins og reyni eftir bestu getu að nálgast alla á þeirra forsendum á eins fjölbreyttan hátt og hugsast getur. Vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá, Barnasáttmálanum, Heimsmarkmiðunum og hinum ýmsu lögum og reglum. Enn um leið sinna samfélagslegri skildu ef þurfa þykir, ásamt því að skella einum og einum plástri á bæði sýnileg og ósýnileg sár. Á sama tíma styð ég fullorðna fólkið, forráðamenn, sem koma að nemendum, hlusta og sýni skilning. Styð alla saman í gegnum veturinn, í gegnum lífið, við að byggja upp börnin þeirra, efla þau og fylgi þeim styðjandi í gegnum þann þroska barnsins sem við mannkynið förum í gegnum. Þetta gerum við allt saman. Ég tilheyri nefnilega frábærri starfsstétt, ég er kennari og er svo heppin að hlutverk mitt er fjölbreytt. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og síðast en ekki síst tel ég mig vera fyrirmynd! Líðan og félagsleg staða einstaklinga er í dag þáttur sem spilar veigamikið hlutverk í samfélaginu okkar. Ég tel að skólasamfélagið í heild hafi gífurlega miklar áhyggjur af þessum vanda sem virðist stækka. Þessir þættir hafa verið rannsakaðir töluvert í gegnum tíðina. Niðurstaða margra kannanna sýna að nú er staðan verri en oft áður. Í grunnin tel ég málþroska og orðaskilning vera einn þátt í þessum vanda. Ef við náum ekki að tjá okkur þá getum við ekki sagt hvernig okkur líður og þá förum við oft að haga okkur illa. Þá eru einnig margir þættir sem spila inn í heildarmyndina eins og lítil samvera, samfélagsmiðlar, netnotkun og fleira. En markmið mitt hér er ekki að fjalla um rannsóknir og ástæður heldur frekar hugmyndir og hugleiðingar af lausnum á þessari stöðu. Ég hef nefnilega líka áhyggjur, því þó við kennarar séum sérfræðingar á okkar sviði, lausnamiðaðir og séum góðir í að laga okkur að aðstæðum þá getum við ekki einir og sér leyst þann vanda sem hér um ræðir. Skólasamfélagið þarf sérfræðinga sem vinna saman að því markmiði að styðja við börnin okkar, framtíðinni. Að börnunum okkar líði sem allra allra best og þá tel ég að í framhaldi muni allt ganga mikið betur eins og til dæmis nám þeirra. Skólasamfélagið er oftast fljótt að koma auga á og vinna með hvern og einn einstakling, en okkur vantar oft bjargir, aðra sérfræðinga sem styðja við barnið, fjölskyldur þess og okkur í skólasamfélaginu. Þessir sérfræðingar verða að vera hluti af okkur í skólasamfélaginu, hluti af þorpinu, ekki standa fyrir utan það, vera á staðnum. Á þann hátt myndum við saman grípa fyrr inn í aðstæður og standa þannig saman í að hlúa að því mikilvægasta sem við eigum, börnunum. Hver skóli þarf sérfræðinga sem eru til taks, alltaf, teymi sérfræðinga innan skólanna. Já ótrúlegt en satt þá getum við ekki sett á stopp og beðið í mánuði og ár, við viljum ekki bíða í röð með nemendur eða setja þau á lista. Hjálpin þarf að berast mikið fyrr. Það er ekki nóg að fagna öllum eins og þeir eru heldur þarf líka að vera mannskapur til að grípa alla aðila strax þegar á þarf að halda. Trúið mér, allt starfsfólk grunnskólans er tilbúið að gefa allt sem það getur. Það væri óskandi að skólakerfið væri ekki tengt við pólitík og ákvarðanir ættu ekki að vera geðþóttaákvörðun þeirra sem stjórna hverju sinni. Eru sveitafélögin að ráða við þessa ábyrgð eða ættu þau ekki að bera hana? Er ábyrgð ríkisins ekki nein eða finnst þeim sem þar stjórna eðlilegt að börnum sé oft mismunað eftir til dæmis búsetu? Börn eiga rétt og þann rétt er auðvelt að setja á blað en oft á tíðum erfitt að framfylgja eða hvað? Draumur minn sem kennara er að starfi mínu og skólaumhverfinu væri sýnd virðing af öllum í samfélaginu okkar. Ég ætla að halda áfram vera kennari sem hef trú á nemendum mínum og trúa því að þeim séu allir vegir færir. En að því sögðu vona ég sannarlega að þeir sem stjórna sjái til þess að ég og aðrir í skólasamfélaginu getum unnið vinnuna okkar. Það er nefnilega þannig að í þorpinu þurfum við öll að standa saman. Tíminn er dýrmætur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hugleiðingar kennara á Alþjóðadegi kennara Ef þú bara vissir hvað mér þykir gaman að mæta í vinnuna. Nýjar áskoranir á hverjum degi. Ótal tækifæri til að byggja upp einstaklinga framtíðarinnar og hvetja þá til góðra verka. Læra meira en í gær, kenna allt milli himins og jarðar og jafnvel skoða hluti sem maður vissi ekki að væru til. Sjá framfarir nemenda, litlu hlutirnir og stóru sigrarnir. Upplifa gleði og sorg, taka þátt í lífi einstaklega sem skipta mig miklu máli, okkur öll, alla sem starfa í skóla. Finna námsefni við hæfi, huga að áhugasviði hvers og eins og reyni eftir bestu getu að nálgast alla á þeirra forsendum á eins fjölbreyttan hátt og hugsast getur. Vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá, Barnasáttmálanum, Heimsmarkmiðunum og hinum ýmsu lögum og reglum. Enn um leið sinna samfélagslegri skildu ef þurfa þykir, ásamt því að skella einum og einum plástri á bæði sýnileg og ósýnileg sár. Á sama tíma styð ég fullorðna fólkið, forráðamenn, sem koma að nemendum, hlusta og sýni skilning. Styð alla saman í gegnum veturinn, í gegnum lífið, við að byggja upp börnin þeirra, efla þau og fylgi þeim styðjandi í gegnum þann þroska barnsins sem við mannkynið förum í gegnum. Þetta gerum við allt saman. Ég tilheyri nefnilega frábærri starfsstétt, ég er kennari og er svo heppin að hlutverk mitt er fjölbreytt. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og síðast en ekki síst tel ég mig vera fyrirmynd! Líðan og félagsleg staða einstaklinga er í dag þáttur sem spilar veigamikið hlutverk í samfélaginu okkar. Ég tel að skólasamfélagið í heild hafi gífurlega miklar áhyggjur af þessum vanda sem virðist stækka. Þessir þættir hafa verið rannsakaðir töluvert í gegnum tíðina. Niðurstaða margra kannanna sýna að nú er staðan verri en oft áður. Í grunnin tel ég málþroska og orðaskilning vera einn þátt í þessum vanda. Ef við náum ekki að tjá okkur þá getum við ekki sagt hvernig okkur líður og þá förum við oft að haga okkur illa. Þá eru einnig margir þættir sem spila inn í heildarmyndina eins og lítil samvera, samfélagsmiðlar, netnotkun og fleira. En markmið mitt hér er ekki að fjalla um rannsóknir og ástæður heldur frekar hugmyndir og hugleiðingar af lausnum á þessari stöðu. Ég hef nefnilega líka áhyggjur, því þó við kennarar séum sérfræðingar á okkar sviði, lausnamiðaðir og séum góðir í að laga okkur að aðstæðum þá getum við ekki einir og sér leyst þann vanda sem hér um ræðir. Skólasamfélagið þarf sérfræðinga sem vinna saman að því markmiði að styðja við börnin okkar, framtíðinni. Að börnunum okkar líði sem allra allra best og þá tel ég að í framhaldi muni allt ganga mikið betur eins og til dæmis nám þeirra. Skólasamfélagið er oftast fljótt að koma auga á og vinna með hvern og einn einstakling, en okkur vantar oft bjargir, aðra sérfræðinga sem styðja við barnið, fjölskyldur þess og okkur í skólasamfélaginu. Þessir sérfræðingar verða að vera hluti af okkur í skólasamfélaginu, hluti af þorpinu, ekki standa fyrir utan það, vera á staðnum. Á þann hátt myndum við saman grípa fyrr inn í aðstæður og standa þannig saman í að hlúa að því mikilvægasta sem við eigum, börnunum. Hver skóli þarf sérfræðinga sem eru til taks, alltaf, teymi sérfræðinga innan skólanna. Já ótrúlegt en satt þá getum við ekki sett á stopp og beðið í mánuði og ár, við viljum ekki bíða í röð með nemendur eða setja þau á lista. Hjálpin þarf að berast mikið fyrr. Það er ekki nóg að fagna öllum eins og þeir eru heldur þarf líka að vera mannskapur til að grípa alla aðila strax þegar á þarf að halda. Trúið mér, allt starfsfólk grunnskólans er tilbúið að gefa allt sem það getur. Það væri óskandi að skólakerfið væri ekki tengt við pólitík og ákvarðanir ættu ekki að vera geðþóttaákvörðun þeirra sem stjórna hverju sinni. Eru sveitafélögin að ráða við þessa ábyrgð eða ættu þau ekki að bera hana? Er ábyrgð ríkisins ekki nein eða finnst þeim sem þar stjórna eðlilegt að börnum sé oft mismunað eftir til dæmis búsetu? Börn eiga rétt og þann rétt er auðvelt að setja á blað en oft á tíðum erfitt að framfylgja eða hvað? Draumur minn sem kennara er að starfi mínu og skólaumhverfinu væri sýnd virðing af öllum í samfélaginu okkar. Ég ætla að halda áfram vera kennari sem hef trú á nemendum mínum og trúa því að þeim séu allir vegir færir. En að því sögðu vona ég sannarlega að þeir sem stjórna sjái til þess að ég og aðrir í skólasamfélaginu getum unnið vinnuna okkar. Það er nefnilega þannig að í þorpinu þurfum við öll að standa saman. Tíminn er dýrmætur. Höfundur er kennari.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun