Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 21:32 Framhaldsmyndin Joker: Folie á Deux hefur fengið mjög misjafna dóma. Margir gagnrýnendur lofa þó frammistöðu aðalleikaranna tveggja, Joaquin Phoenix og Lady Gaga. Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna. Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna. Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira