Kýld niður í kjördæmaviku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. október 2024 09:33 „Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
„Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar