„Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2024 12:30 Valdimar og Berglind vinna mikið með fólki. Margir nota svokallaða fýlustjórnun í samböndum sem lýsir sér meðal annars í því að fólk fer í fýlu frekar en að tjá sig og ræða saman og vinna í erfiðleikum eða konfliktum. Meðferðaraðilarnir Valdimar Þór Svavarsson og Berglind Magnúsdóttir vinna við áfallameðferðir og djúptilfinningavinnu og öndunarvinnu sem er einstök á Íslandi. Þau eru með meðferðarstofuna Fyrsta skrefið sem hefur verið mjög vinsæl og fólk kemur til þeirra alls staðar að af landinu. Þau vinna meðal annars með áfallameðferðir og djúpöndunarvinnu. Bæði hafa þau unnið sem stundakennarar við Háskóla Íslands en Berglind er þar aðjunkt. Saman halda þau úti hlaðvarpinu Meðvirkni sem hefur fengið góðar viðtökur. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kannaði málið í síðustu viku. „Fýlustjórnun er í raun afurð af þessum meðvirknifræðum. Fýlustjórnun er í raun að stjórna með fasi. Með allskonar svipbrigðum, þögn og það sem við köllum almennt fýlu. Hvort sem það er heima við eða á vinnustöðum þá er þetta vel þekkt. Bak við þetta er alltaf eitthvað að gerast, einhverskonar skortur á getu að eiga í samskiptum eða einhverskonar uppsöfnuð gremja, óöryggi og margt fleira. Þetta getur valdið því að fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum,“ segir Valdimar sem bætir við að það sést hversu meðvirkt fólk er þegar það er í samskiptum við þessa einstakling. Meðvirkni er í raun hversu vel fólk virkar með öðrum. Berglind segir að fýlan geti í raun verið mjög sterkt vopn. „Þetta hefst í rauninni á því að við byrjum á því að gefa eftir. Við förum að þóknast öðrum en undir niðri erum við óheiðarleg. Við erum óheiðarleg við okkur sjálf. Við segjum ekki sannleikann hvað okkur raunverulega langar í. Það skapar spennu í samskiptum sem hægt og rólega veldur gremju og gremjan er í rauninni endapunkturinn á því. Við erum komin á þann stað að viðkomandi er ekki að bregðast eins við og við viljum. Af því að við fórnum okkur þá viljum við að hinn aðilinn geri það sama fyrir okkur,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig skuli takast á við vandamál af þessum toga. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Meðferðaraðilarnir Valdimar Þór Svavarsson og Berglind Magnúsdóttir vinna við áfallameðferðir og djúptilfinningavinnu og öndunarvinnu sem er einstök á Íslandi. Þau eru með meðferðarstofuna Fyrsta skrefið sem hefur verið mjög vinsæl og fólk kemur til þeirra alls staðar að af landinu. Þau vinna meðal annars með áfallameðferðir og djúpöndunarvinnu. Bæði hafa þau unnið sem stundakennarar við Háskóla Íslands en Berglind er þar aðjunkt. Saman halda þau úti hlaðvarpinu Meðvirkni sem hefur fengið góðar viðtökur. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kannaði málið í síðustu viku. „Fýlustjórnun er í raun afurð af þessum meðvirknifræðum. Fýlustjórnun er í raun að stjórna með fasi. Með allskonar svipbrigðum, þögn og það sem við köllum almennt fýlu. Hvort sem það er heima við eða á vinnustöðum þá er þetta vel þekkt. Bak við þetta er alltaf eitthvað að gerast, einhverskonar skortur á getu að eiga í samskiptum eða einhverskonar uppsöfnuð gremja, óöryggi og margt fleira. Þetta getur valdið því að fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum,“ segir Valdimar sem bætir við að það sést hversu meðvirkt fólk er þegar það er í samskiptum við þessa einstakling. Meðvirkni er í raun hversu vel fólk virkar með öðrum. Berglind segir að fýlan geti í raun verið mjög sterkt vopn. „Þetta hefst í rauninni á því að við byrjum á því að gefa eftir. Við förum að þóknast öðrum en undir niðri erum við óheiðarleg. Við erum óheiðarleg við okkur sjálf. Við segjum ekki sannleikann hvað okkur raunverulega langar í. Það skapar spennu í samskiptum sem hægt og rólega veldur gremju og gremjan er í rauninni endapunkturinn á því. Við erum komin á þann stað að viðkomandi er ekki að bregðast eins við og við viljum. Af því að við fórnum okkur þá viljum við að hinn aðilinn geri það sama fyrir okkur,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig skuli takast á við vandamál af þessum toga.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira