Martröð Pogba lokið en hvað tekur við? Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 13:01 Paul Pogba var mættur á leik í bandarísku MLS-deildinni í lok september, á milli Charlotte og Inter Miami. Talið er mögulegt að næsta lið Pogba verði bandarískt. Getty/Megan Briggs „Loksins er martröðinni lokið,“ sagði franski fótboltamaðurinn Paul Pogba eftir að fjögurra ára bann hans frá fótbolta var stytt niður í átján mánuði. En hvað tekur við þegar hann má byrja að spila aftur, í mars á næsta ári? Pogba var fyrir sjö mánuðum dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun ólöglega efnisins DHEA. Málinu var áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem stytti það í átján mánuði. Og þar sem að bannið hófst í september 2023 þá gæti Pogba nú byrjað að spila í mars á næsta ári, og hann má byrja að æfa af fullum krafti strax í janúar. The Athletic segir að svo virðist sem að CAS hafi tekið gilda þá afsökun Pogba að hann hafi ekki vitað að hið bannaða efni, DHEA, væri í fæðubótarefni sem hann neytti. Tók inn efnin án vitundar Juventus Pogba segist hafa tekið fæðubótarefnið í samráði við lækni í Bandaríkjunum, en þangað leitaði hann í von um að komast sem fyrst á réttan kjöl eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli, og meðal annars misst af HM í Katar í lok árs 2022. Hann mun hafa viðurkennt fyrir forráðamönnum Juventus hvað hann gerði, eftir að hann féll á lyfjaprófinu, og að það hefði verið rangt af sér að láta félagið ekki vita af þessu. 🚨 Paul Pogba and Juventus, expected to agree on contract termination as he will become a free agent.Talks to follow from tomorrow after CAS verdict, as Paul will be available from March.Paul Pogba also feels a fresh start would be best solution for him and his career. pic.twitter.com/niTvAzRbzt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 6, 2024 Samkvæmt The Athletic og fleiri virtum miðlum hefur Juventus hins vegar lítinn áhuga á að tefla hinum 31 árs gamla Pogba fram að nýju. Tyrkinn Kenan Yildiz, sem spilar á Laugardalsvelli næsta mánudagskvöld, er kominn í treyju númer tíu hjá liðinu og áður en Pogba fór í bann hafði hann bara náð að byrja einn deildarleik fyrir Juventus, eftir endurkomuna frá Manchester United árið 2022. Bandaríkin og Sádi-Arabía nefnd Pogba er samningsbundinn Juventus fram í júní 2026, og var vel tekið af áhorfendum á Allianz Arena í gær þar sem hann var í stúkunni þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Cagliari. ESPN segir hins vegar að viðræður séu hafnar á milli Pogba og ítalska félagsins um riftun samnings og allt bendir til þess að hann snúi aftur á fótboltavöllinn í treyju annars félags en Juventus. Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa helst verið nefnd sem áfangastaðir fyrir Pogba en heimildamaður The Athletic, tengdur Pogba, segir allt of snemmt að segja til um það hvert hann fari. Þakklátur fyrir að hlustað væri á skýringar „Loksins er martöðinni lokið. Núna get ég hlakkað til þess dags þegar ég get látið drauma mína rætast á nýjan leik,“ sagði Pogba í yfirlýsingu eftir dóm CAS. „Ég hef alltaf sagt það og stend við það að ég vissi ekki að ég væri að brjóta reglur WADA með því að taka inn fæðubótarefni, sem læknir skrifaði upp á, og sem hafa ekki áhrif á frammistöðu karlkyns íþróttamanna. Ég spila af heilindum og þó ég verði að sætta mig við að þetta sé brot á reglum þá vil ég þakka dómurum CAS fyrir að hafa hlustað á skýringar mínar. Þetta hefur verið afskaplega erfiður tími í mínu lífi því allt sem ég hef unnið að hefur verið í pásu,“ sagði Pogba. Ítalski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Pogba var fyrir sjö mánuðum dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun ólöglega efnisins DHEA. Málinu var áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem stytti það í átján mánuði. Og þar sem að bannið hófst í september 2023 þá gæti Pogba nú byrjað að spila í mars á næsta ári, og hann má byrja að æfa af fullum krafti strax í janúar. The Athletic segir að svo virðist sem að CAS hafi tekið gilda þá afsökun Pogba að hann hafi ekki vitað að hið bannaða efni, DHEA, væri í fæðubótarefni sem hann neytti. Tók inn efnin án vitundar Juventus Pogba segist hafa tekið fæðubótarefnið í samráði við lækni í Bandaríkjunum, en þangað leitaði hann í von um að komast sem fyrst á réttan kjöl eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli, og meðal annars misst af HM í Katar í lok árs 2022. Hann mun hafa viðurkennt fyrir forráðamönnum Juventus hvað hann gerði, eftir að hann féll á lyfjaprófinu, og að það hefði verið rangt af sér að láta félagið ekki vita af þessu. 🚨 Paul Pogba and Juventus, expected to agree on contract termination as he will become a free agent.Talks to follow from tomorrow after CAS verdict, as Paul will be available from March.Paul Pogba also feels a fresh start would be best solution for him and his career. pic.twitter.com/niTvAzRbzt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 6, 2024 Samkvæmt The Athletic og fleiri virtum miðlum hefur Juventus hins vegar lítinn áhuga á að tefla hinum 31 árs gamla Pogba fram að nýju. Tyrkinn Kenan Yildiz, sem spilar á Laugardalsvelli næsta mánudagskvöld, er kominn í treyju númer tíu hjá liðinu og áður en Pogba fór í bann hafði hann bara náð að byrja einn deildarleik fyrir Juventus, eftir endurkomuna frá Manchester United árið 2022. Bandaríkin og Sádi-Arabía nefnd Pogba er samningsbundinn Juventus fram í júní 2026, og var vel tekið af áhorfendum á Allianz Arena í gær þar sem hann var í stúkunni þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Cagliari. ESPN segir hins vegar að viðræður séu hafnar á milli Pogba og ítalska félagsins um riftun samnings og allt bendir til þess að hann snúi aftur á fótboltavöllinn í treyju annars félags en Juventus. Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa helst verið nefnd sem áfangastaðir fyrir Pogba en heimildamaður The Athletic, tengdur Pogba, segir allt of snemmt að segja til um það hvert hann fari. Þakklátur fyrir að hlustað væri á skýringar „Loksins er martöðinni lokið. Núna get ég hlakkað til þess dags þegar ég get látið drauma mína rætast á nýjan leik,“ sagði Pogba í yfirlýsingu eftir dóm CAS. „Ég hef alltaf sagt það og stend við það að ég vissi ekki að ég væri að brjóta reglur WADA með því að taka inn fæðubótarefni, sem læknir skrifaði upp á, og sem hafa ekki áhrif á frammistöðu karlkyns íþróttamanna. Ég spila af heilindum og þó ég verði að sætta mig við að þetta sé brot á reglum þá vil ég þakka dómurum CAS fyrir að hafa hlustað á skýringar mínar. Þetta hefur verið afskaplega erfiður tími í mínu lífi því allt sem ég hef unnið að hefur verið í pásu,“ sagði Pogba.
Ítalski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira