JL Gettó Hildur Björnsdóttir skrifar 7. október 2024 15:03 Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarfélaga hérlendis að tryggja heilbrigða blöndun ólíkra þjóðfélagshópa innan sérhvers hverfis. Þannig megi betur koma í veg fyrir einangrun tiltekinna hópa frá samfélaginu. Barn í erfiðri félagslegri stöðu – hvort sem um ræðir flóttabarn eða fátækt íslenskt barn – getur almennt betur notið tækifæra og ávaxta eigin erfiðis, búi það við blönduð skilyrði fremur en einangrandi og einsleit. Hið sama má segja um fullvaxta fólk. Ísland á nokkuð merka sögu hvað varðar mótttöku innflytjenda og fólks á flótta. Innflytjendur eru nú ómissandi hluti af þjóðlífi okkar og efnahag. Auðsóttasta dæmið eru innflytjendur af pólskumuppruna sem hafa aðlagast íslensku samfélagi með sóma. Við tókum jafnframt við flóttafólki á árum áður, t.d. frá stríðinu á Balkansskaga. Því fólki var dreift um þorp og sveitir, það aðlagaðist bæjarlífinu vel og hefur margt hvert búið hér síðan - auðgað samfélag okkar og gert okkur kleift að njóta hæfileika þess og afurða. Útlendingamálin eru nú einhver flóknustu viðfangsefnin hérlendis. Kostnaður við hælisleitendakerfið vex ár frá ári og krafa samfélagsins um skynsamlega nálgun á málefnið verður æ háværari. Gettó í JL húsinu sem samsvarar tæplega 10% af íbúafjölda Seltjarnarnessbæjar getur ekki talist svar við því ákalli. Úrræðum af þessum toga þarf að dreifa betur, sé ætlunin að hafa þau innan rótgróinna íbúahverfa. Ég vil sannarlega búa í samfélagi sem leggur sitt að mörkum við móttöku fólks á flótta - en engu samfélagi ferst vel að gera meira en það ræður við. Við þurfum að tryggja að þeim sem við tökum á móti séu búin rétt skilyrði, svo þau geti notið hæfileika sinna og hámarkað eigin tækifæri - og við fengið notið krafta þeirra. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Hælisleitendur Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarfélaga hérlendis að tryggja heilbrigða blöndun ólíkra þjóðfélagshópa innan sérhvers hverfis. Þannig megi betur koma í veg fyrir einangrun tiltekinna hópa frá samfélaginu. Barn í erfiðri félagslegri stöðu – hvort sem um ræðir flóttabarn eða fátækt íslenskt barn – getur almennt betur notið tækifæra og ávaxta eigin erfiðis, búi það við blönduð skilyrði fremur en einangrandi og einsleit. Hið sama má segja um fullvaxta fólk. Ísland á nokkuð merka sögu hvað varðar mótttöku innflytjenda og fólks á flótta. Innflytjendur eru nú ómissandi hluti af þjóðlífi okkar og efnahag. Auðsóttasta dæmið eru innflytjendur af pólskumuppruna sem hafa aðlagast íslensku samfélagi með sóma. Við tókum jafnframt við flóttafólki á árum áður, t.d. frá stríðinu á Balkansskaga. Því fólki var dreift um þorp og sveitir, það aðlagaðist bæjarlífinu vel og hefur margt hvert búið hér síðan - auðgað samfélag okkar og gert okkur kleift að njóta hæfileika þess og afurða. Útlendingamálin eru nú einhver flóknustu viðfangsefnin hérlendis. Kostnaður við hælisleitendakerfið vex ár frá ári og krafa samfélagsins um skynsamlega nálgun á málefnið verður æ háværari. Gettó í JL húsinu sem samsvarar tæplega 10% af íbúafjölda Seltjarnarnessbæjar getur ekki talist svar við því ákalli. Úrræðum af þessum toga þarf að dreifa betur, sé ætlunin að hafa þau innan rótgróinna íbúahverfa. Ég vil sannarlega búa í samfélagi sem leggur sitt að mörkum við móttöku fólks á flótta - en engu samfélagi ferst vel að gera meira en það ræður við. Við þurfum að tryggja að þeim sem við tökum á móti séu búin rétt skilyrði, svo þau geti notið hæfileika sinna og hámarkað eigin tækifæri - og við fengið notið krafta þeirra. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar