JL Gettó Hildur Björnsdóttir skrifar 7. október 2024 15:03 Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarfélaga hérlendis að tryggja heilbrigða blöndun ólíkra þjóðfélagshópa innan sérhvers hverfis. Þannig megi betur koma í veg fyrir einangrun tiltekinna hópa frá samfélaginu. Barn í erfiðri félagslegri stöðu – hvort sem um ræðir flóttabarn eða fátækt íslenskt barn – getur almennt betur notið tækifæra og ávaxta eigin erfiðis, búi það við blönduð skilyrði fremur en einangrandi og einsleit. Hið sama má segja um fullvaxta fólk. Ísland á nokkuð merka sögu hvað varðar mótttöku innflytjenda og fólks á flótta. Innflytjendur eru nú ómissandi hluti af þjóðlífi okkar og efnahag. Auðsóttasta dæmið eru innflytjendur af pólskumuppruna sem hafa aðlagast íslensku samfélagi með sóma. Við tókum jafnframt við flóttafólki á árum áður, t.d. frá stríðinu á Balkansskaga. Því fólki var dreift um þorp og sveitir, það aðlagaðist bæjarlífinu vel og hefur margt hvert búið hér síðan - auðgað samfélag okkar og gert okkur kleift að njóta hæfileika þess og afurða. Útlendingamálin eru nú einhver flóknustu viðfangsefnin hérlendis. Kostnaður við hælisleitendakerfið vex ár frá ári og krafa samfélagsins um skynsamlega nálgun á málefnið verður æ háværari. Gettó í JL húsinu sem samsvarar tæplega 10% af íbúafjölda Seltjarnarnessbæjar getur ekki talist svar við því ákalli. Úrræðum af þessum toga þarf að dreifa betur, sé ætlunin að hafa þau innan rótgróinna íbúahverfa. Ég vil sannarlega búa í samfélagi sem leggur sitt að mörkum við móttöku fólks á flótta - en engu samfélagi ferst vel að gera meira en það ræður við. Við þurfum að tryggja að þeim sem við tökum á móti séu búin rétt skilyrði, svo þau geti notið hæfileika sinna og hámarkað eigin tækifæri - og við fengið notið krafta þeirra. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Hælisleitendur Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarfélaga hérlendis að tryggja heilbrigða blöndun ólíkra þjóðfélagshópa innan sérhvers hverfis. Þannig megi betur koma í veg fyrir einangrun tiltekinna hópa frá samfélaginu. Barn í erfiðri félagslegri stöðu – hvort sem um ræðir flóttabarn eða fátækt íslenskt barn – getur almennt betur notið tækifæra og ávaxta eigin erfiðis, búi það við blönduð skilyrði fremur en einangrandi og einsleit. Hið sama má segja um fullvaxta fólk. Ísland á nokkuð merka sögu hvað varðar mótttöku innflytjenda og fólks á flótta. Innflytjendur eru nú ómissandi hluti af þjóðlífi okkar og efnahag. Auðsóttasta dæmið eru innflytjendur af pólskumuppruna sem hafa aðlagast íslensku samfélagi með sóma. Við tókum jafnframt við flóttafólki á árum áður, t.d. frá stríðinu á Balkansskaga. Því fólki var dreift um þorp og sveitir, það aðlagaðist bæjarlífinu vel og hefur margt hvert búið hér síðan - auðgað samfélag okkar og gert okkur kleift að njóta hæfileika þess og afurða. Útlendingamálin eru nú einhver flóknustu viðfangsefnin hérlendis. Kostnaður við hælisleitendakerfið vex ár frá ári og krafa samfélagsins um skynsamlega nálgun á málefnið verður æ háværari. Gettó í JL húsinu sem samsvarar tæplega 10% af íbúafjölda Seltjarnarnessbæjar getur ekki talist svar við því ákalli. Úrræðum af þessum toga þarf að dreifa betur, sé ætlunin að hafa þau innan rótgróinna íbúahverfa. Ég vil sannarlega búa í samfélagi sem leggur sitt að mörkum við móttöku fólks á flótta - en engu samfélagi ferst vel að gera meira en það ræður við. Við þurfum að tryggja að þeim sem við tökum á móti séu búin rétt skilyrði, svo þau geti notið hæfileika sinna og hámarkað eigin tækifæri - og við fengið notið krafta þeirra. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun