„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 15:54 Guðrún Hafsteinsdóttir frestaði ákvörðun um brottvísun Yazans í síðasta mánuði. Ekki gafst tími til að skipuleggja annan brottflutning. Nokkrum dögum síðar gat Yazan og fjölskylda hans sótt um að umsókn þeirra yrði tekin til efnislegrar meðferðar. Vísir/Vilhelm og Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. „Það er af og frá að ég hafi brotið lög. Ég ætla að fá að leiðrétta það hér og nú,“ sagði Guðrún á þingi í dag í umræðum um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Guðrún frestaði brottflutningi Yazans um miðjan síðasta mánuð. Hún sagði í kjölfarið að hún hafi ekki talið sig hafa lagaheimild fyrir ákvörðuninni en að hún hafi tekið þessa ákvörðun að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra VG. Hún sagði síðar í viðtali að ákvörðunin hafi verið henni þvert um geð. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún sagði á þingi í dag að samkvæmt lögum gæti hún stöðvað brottflutning ef upp kæmi réttmætur vafi um lögmæti aðgerðarinnar. „Það var það sem ég framkvæmdi þennan örlagaríka morgun,“ sagði Guðrún og minnti á að henni höfðu á þessum tíma borist athugasemdir frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um brottvísunina en málefni fatlaðs fólks er á hans borði. „Þá stóð ég frammi fyrir því að annaðhvort taka óafturkræfa ákvörðun að hafna þeirri beiðni. Án þess að heyra þau sjónarmið sem lágu að baki efasemdum ráðherra fatlaðs fólks. Þannig að ég ákvað að gera það,“ sagði Guðrún. Guðmundur Ingi yrði svo sjálfur að svara því hvaða efasemdir þetta yrðu. Guðrún svaraði þarna fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, um stjórnleysi á landinu og ýmsa málaflokka sem falla undir stjórn dómsmálaráðherra. Þingmálaskráin standi Guðrún svaraði einnig fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um það hvernig hún ætli að bregðast við yfirlýsingum nýs formanns Vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur, um að þingflokkur VG muni ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum. Sem og tillögu hennar um lokað búsetuúrræði fyrir hæliseitendur. Guðrún sagði í svari sínu þingmálaskrá sína standa. „Ég hef lagt fram þingmálaskrá mína. Þar eru ýmis mál og ég hef farið gaumgæfilega yfir hana. Þau mál væru ekki á minni þingmálaskrá ef ég ætlaði mér ekki að leggja þau fram. Þannig að ég hef fullan hug á því að leggja fram þau mál sem eru á minni þingmálaskrá,“ sagði Guðrún. Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
„Það er af og frá að ég hafi brotið lög. Ég ætla að fá að leiðrétta það hér og nú,“ sagði Guðrún á þingi í dag í umræðum um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Guðrún frestaði brottflutningi Yazans um miðjan síðasta mánuð. Hún sagði í kjölfarið að hún hafi ekki talið sig hafa lagaheimild fyrir ákvörðuninni en að hún hafi tekið þessa ákvörðun að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra VG. Hún sagði síðar í viðtali að ákvörðunin hafi verið henni þvert um geð. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún sagði á þingi í dag að samkvæmt lögum gæti hún stöðvað brottflutning ef upp kæmi réttmætur vafi um lögmæti aðgerðarinnar. „Það var það sem ég framkvæmdi þennan örlagaríka morgun,“ sagði Guðrún og minnti á að henni höfðu á þessum tíma borist athugasemdir frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um brottvísunina en málefni fatlaðs fólks er á hans borði. „Þá stóð ég frammi fyrir því að annaðhvort taka óafturkræfa ákvörðun að hafna þeirri beiðni. Án þess að heyra þau sjónarmið sem lágu að baki efasemdum ráðherra fatlaðs fólks. Þannig að ég ákvað að gera það,“ sagði Guðrún. Guðmundur Ingi yrði svo sjálfur að svara því hvaða efasemdir þetta yrðu. Guðrún svaraði þarna fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, um stjórnleysi á landinu og ýmsa málaflokka sem falla undir stjórn dómsmálaráðherra. Þingmálaskráin standi Guðrún svaraði einnig fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um það hvernig hún ætli að bregðast við yfirlýsingum nýs formanns Vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur, um að þingflokkur VG muni ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum. Sem og tillögu hennar um lokað búsetuúrræði fyrir hæliseitendur. Guðrún sagði í svari sínu þingmálaskrá sína standa. „Ég hef lagt fram þingmálaskrá mína. Þar eru ýmis mál og ég hef farið gaumgæfilega yfir hana. Þau mál væru ekki á minni þingmálaskrá ef ég ætlaði mér ekki að leggja þau fram. Þannig að ég hef fullan hug á því að leggja fram þau mál sem eru á minni þingmálaskrá,“ sagði Guðrún.
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52