Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 18:38 Fellibylurinn Milton hefur safnað krafti á undraverðum hraða. AP/NOAA Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. Talið er að fellibylurinn muni ná landi í Flórída á miðvikudagskvöld og eru embættismenn þegar byrjaðir að byrja fólk um að flýja svæðið þar sem talið er að Milton muni ná landi. „Þetta óveður, lítur út eins og það gæti verið mun verra en Helena,“ hefur CNN eftir Jim Boyd, þingmanni á ríkisþingi Flórída. Hann sagði fólki að flýja, ef það væri á svæði sem ætti að rýma og ekki taka neina sénsa. Þetta yrði líklega lífshættulegt óveður. Embættismenn hafa varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að fjóra metra, gangi spár eftir. Milton fór frá því að vera skilgreindur sem óveður í að verða kröftugasti fellibylur ársins á einungis sólarhring. Undraverða styrkingu Miltons má rekja til óvenjulega hlýs Karíbahafs en fellibyljir draga í einföldu máli sagt, í sig kraft úr hlýjum sjó. Hér að neðan má sjá hreyfimynd sem sýnir glögglega hvernig Milton hefur safnað krafti og stækkað á síðasta sólarhring. From tropical storm to Category 5 hurricane in 24 hours.Hurricane Milton underwent simply astonishing rapid intensification. pic.twitter.com/LhwNfUIAtO— CIRA (@CIRA_CSU) October 7, 2024 Til að vera skilgreindur sem fimmta stigs, þarf vindhraði fellibyls að vera meiri en sjötíu metrar á sekúndu. Einungis sjö fellibyljir hafa náð fimmta stigi á þessum hraða og einungis einn hefur gert það hraðar en Milton, samkvæmt frétt Washington Post. Þá er Milton sagður vera kröftugasti fellibylurinn sem myndast hefur svo seint á árinu á Mexíkóflóa frá 1966. Þegar kemur að vindstyrk, er fellibylurinn í fjórða sæti síðan mælingar hófust. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Talið er að fellibylurinn muni ná landi í Flórída á miðvikudagskvöld og eru embættismenn þegar byrjaðir að byrja fólk um að flýja svæðið þar sem talið er að Milton muni ná landi. „Þetta óveður, lítur út eins og það gæti verið mun verra en Helena,“ hefur CNN eftir Jim Boyd, þingmanni á ríkisþingi Flórída. Hann sagði fólki að flýja, ef það væri á svæði sem ætti að rýma og ekki taka neina sénsa. Þetta yrði líklega lífshættulegt óveður. Embættismenn hafa varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að fjóra metra, gangi spár eftir. Milton fór frá því að vera skilgreindur sem óveður í að verða kröftugasti fellibylur ársins á einungis sólarhring. Undraverða styrkingu Miltons má rekja til óvenjulega hlýs Karíbahafs en fellibyljir draga í einföldu máli sagt, í sig kraft úr hlýjum sjó. Hér að neðan má sjá hreyfimynd sem sýnir glögglega hvernig Milton hefur safnað krafti og stækkað á síðasta sólarhring. From tropical storm to Category 5 hurricane in 24 hours.Hurricane Milton underwent simply astonishing rapid intensification. pic.twitter.com/LhwNfUIAtO— CIRA (@CIRA_CSU) October 7, 2024 Til að vera skilgreindur sem fimmta stigs, þarf vindhraði fellibyls að vera meiri en sjötíu metrar á sekúndu. Einungis sjö fellibyljir hafa náð fimmta stigi á þessum hraða og einungis einn hefur gert það hraðar en Milton, samkvæmt frétt Washington Post. Þá er Milton sagður vera kröftugasti fellibylurinn sem myndast hefur svo seint á árinu á Mexíkóflóa frá 1966. Þegar kemur að vindstyrk, er fellibylurinn í fjórða sæti síðan mælingar hófust.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24
„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35