Svaraði spurningum um Netanyahu, Pútín og reynslu af skotvopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 08:05 Repúblikanar hafa gagnrýnt Harris fyrir að gefa ekki kost á viðtölum en að þessu sinni var það Trump sem dró sig út úr viðtali við 60 Minutes. Getty/Jeff Swensen Kamala Harris vék sér fimlega undan því að svara því hvort Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, væri „náinn bandamaður“ í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var í gærkvöldi. „Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz. Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
„Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz.
Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira