Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 12:39 Drengur með hund býr sig undir að yfirgefa heimili sitt í Port Richey í Flórída vegna fellibyljarins Miltons. Á hlera fyrir glugga er letrað „Burt með þig, Milton“. AP/Mike Carlson Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar. Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Milton breyttist úr hitabeltislægð í fimmta stigs fellibyl á aðeins sólarhring í gær. Hann var færður niður á fjórða stig í nýjustu uppfærslu Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna í morgun. Reuters-fréttastofan segir að þó að búist sé við áframhaldandi sveiflum í styrkleika Miltons sé enn varað við hamfarakenndum afleiðingum hans fyrir byggð í Flórída. Vindhraði hefur mælst um sjötíu metrar á sekúndu yfir Mexíkóflóa. Búist er við allt að þriggja til fjögurra og hálfs metra sjávarfloðum meðfram hundruðum kílómetra af strandlengjunni norðan og sunnan við Tampa-flóa á vesturströnd Flórída. Þá má reikna með því að rafmagni slái út þar sem fellibylurinn fer yfir, jafnvel í fleiri daga. Bylurinn er þegar byrjaður að láta til sín taka á Júkatanskaga í Mexíkó. Milljón manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín þar. Gröfumaður hreinsar upp brak eftir fellibylinn Helenu í bænum Clearwater Beach í Flórída í gær. Brakið gæti skapað hættu þegar fellibylurinn Milton gengur yfir í vikunni.AP/Chris O'Meara Ekki hægt að ná til þeirra sem halda kyrru fyrir Íbúum í sýslum á láglendi á vesturströnd Flórída hefur verið sagt að leita sér skjóls hærra yfir sjávarmáli. Í Pinellas-sýslu, sem borgin St. Petersburg tilheyrir, hefur hálfri milljón manna verið sagt að flýja og 416.000 manns til viðbótar í Lee-sýslu. Skipað hefur verið fyrir um rýmingar í að minnsta kosti sex sýslum til viðbótar, þar á meðal í Hillsborough-sýslu þar sem Tampa-borg er. „Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnaðir fyrir fólk á flótta. Veðurfræðingar búast við því að Milton verði af fellibylsstyrk allan tímann sem hann gengur yfir Flórídaskagann. Hann á að koma á land annað kvöld. Afar fátítt er að fellibyljir sem myndast á Mexíkóflóa gangi til austurs og fari yfir vesturströnd Flórída. Þá á stigmögnun fellibyljarins sér fá fordæmi. Íbúar í vestanverðu Flórída sleikja enn sár sín eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir fyrir innan við tveimur vikum. Varað hefur verið við því að brak sem Helena skyldi eftir sér geti skapað stórhættu þegar það tekst á loft í ofsaveðrinu sem stefnir á svæðið. Á þriðja hundrað manns fórust í Flórída og fleiri ríkjum í suðaustanverðum Bandaríkjunum þegar Helena gekk yfir.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira