Kennarar greiða atkvæði um verkfall Árni Sæberg skrifar 8. október 2024 14:08 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í dag en ekki er greint frá í hvaða skólum er greitt atkvæði um verkföll. Í tilkynningu á vef KÍ segir að samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafi ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta ótilgreindum skólum. Ótímabundið í leikskólunum Áformað sé að verkföll í þessum átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. Atkvæðagreiðslur um verkföll hafi hafist á hádegi í dag. Aðgerðirnar nái til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standi til hádegis á fimmtudag, 10. október. Næsti fundur á morgun Kjaradeila aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin liggi á borði ríkissáttasemjara. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara 24. september síðastliðinn. Kjarasamningar aðildarfélaganna sem semja við sveitarfélögin hafi runnið út 31. maí síðastliðinn. Félög framhaldsskólans, FF og FS, hafi vísað sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara 26. september síðastliðinn en þeirra samningsaðili sé ríkið. FF og FS hafi verið samningslaus síðan 31. mars síðastliðinn. Aðildarfélög Kennarasambandsins hafi skipað eina viðræðunefnd. Viðræðunefndin sé skipuð formönnum aðildarfélaga KÍ ásamt formanni Kennarasambandsins. Ríkissáttasemjari hafi boðað samningsaðila til fundar í gær. Næsti fundur hafi verið boðaður á morgun. Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Stéttarfélög Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Í tilkynningu á vef KÍ segir að samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafi ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta ótilgreindum skólum. Ótímabundið í leikskólunum Áformað sé að verkföll í þessum átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. Atkvæðagreiðslur um verkföll hafi hafist á hádegi í dag. Aðgerðirnar nái til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standi til hádegis á fimmtudag, 10. október. Næsti fundur á morgun Kjaradeila aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin liggi á borði ríkissáttasemjara. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara 24. september síðastliðinn. Kjarasamningar aðildarfélaganna sem semja við sveitarfélögin hafi runnið út 31. maí síðastliðinn. Félög framhaldsskólans, FF og FS, hafi vísað sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara 26. september síðastliðinn en þeirra samningsaðili sé ríkið. FF og FS hafi verið samningslaus síðan 31. mars síðastliðinn. Aðildarfélög Kennarasambandsins hafi skipað eina viðræðunefnd. Viðræðunefndin sé skipuð formönnum aðildarfélaga KÍ ásamt formanni Kennarasambandsins. Ríkissáttasemjari hafi boðað samningsaðila til fundar í gær. Næsti fundur hafi verið boðaður á morgun. Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Stéttarfélög Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira