Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 20:24 Magnús Þór Jónsson. vísir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. Í tilkynningu frá KÍ í dag var greint frá atkvæðagreiðslunni í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll. Í dag bættist tónlistarskóli við þennan hóp. Magnús Þór ræddi fyrirhuguð verkföll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við hjá Kennarasambandinu höfum verið að benda á stóra verkefnið. Stóra verkefnið er það að við sem samfélag horfum til fjárfestinga í skólastarfinu. Eflum fagmennsku í skólastarfi og treystum stöðugleikann í þeim sessi sem við viljum,“ segir Magnús Þór. Varðandi verkfallsaðgerðirnar segir Magnús að aðgerðirnar séu einungis innlegg í kjaraviðræðurnar, án þess að svara því um hvaða skóla ræði. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað.“ Magnús Þór segir verkefnið vera að leiða deilur til lykta. „Við þurfum að þrýsta á umræðu um að við fjárfestum í kennurum og fyllum skólana af fagfólki. Þá verður sannarlega tími fyrir okkur, fulltrúa Kennarasambandsins, og fulltrúa opinberra launagreiðanda að leiða það til lykta áður en til aðgerða kemur sem verður einhvern tímann í lok mánaðarins.“ Hann segir um langtímaverkefni að ræða. „Það samtal sem við viljum eiga á að snúast um að við eflum fagmennsku, treystum kerfið og fyllum skólana af fagfólki. Foreldrar eru svo sannarlega með okkur í liði, það höfum við fundið síðustu vikur,“ segir Magnús Þór að lokum. Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Stéttarfélög Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í tilkynningu frá KÍ í dag var greint frá atkvæðagreiðslunni í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll. Í dag bættist tónlistarskóli við þennan hóp. Magnús Þór ræddi fyrirhuguð verkföll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við hjá Kennarasambandinu höfum verið að benda á stóra verkefnið. Stóra verkefnið er það að við sem samfélag horfum til fjárfestinga í skólastarfinu. Eflum fagmennsku í skólastarfi og treystum stöðugleikann í þeim sessi sem við viljum,“ segir Magnús Þór. Varðandi verkfallsaðgerðirnar segir Magnús að aðgerðirnar séu einungis innlegg í kjaraviðræðurnar, án þess að svara því um hvaða skóla ræði. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað.“ Magnús Þór segir verkefnið vera að leiða deilur til lykta. „Við þurfum að þrýsta á umræðu um að við fjárfestum í kennurum og fyllum skólana af fagfólki. Þá verður sannarlega tími fyrir okkur, fulltrúa Kennarasambandsins, og fulltrúa opinberra launagreiðanda að leiða það til lykta áður en til aðgerða kemur sem verður einhvern tímann í lok mánaðarins.“ Hann segir um langtímaverkefni að ræða. „Það samtal sem við viljum eiga á að snúast um að við eflum fagmennsku, treystum kerfið og fyllum skólana af fagfólki. Foreldrar eru svo sannarlega með okkur í liði, það höfum við fundið síðustu vikur,“ segir Magnús Þór að lokum.
Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Stéttarfélög Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira