Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 19:32 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar sá fyrrnefndi heimsótti einræðisríkið í sumar. Þeir skrifuðu undir samkomulag sem ráðamenn í Suður-Kóreu segja marka hernaðarbandalag ríkjanna. EPA/VLADIMIR SMIRNOV Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hélt þessu fram í dag en hernaðarlegt samstarf Rússlands og Norður-Kóreu hefur aukist til muna. Kim Yong-hyun, áðurnefndur ráðherra, sagði þingmönnum í Suður-Kóreu í dag að þar sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, hefðu skrifað undir hernaðarsamkomulagt væri verulega líklegt að Kim sendi hermenn til aðstoðar Rússa, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Ráðherrann sagði einnig að fregnir af mannfalli meðal Kóreumanna í Úkraínu væru líklega réttar. Kim Jong Un að skoða stórskotaliðshermenn í her sínum á dögunum.AP/KCNA Kyiv Post sagði frá því í síðustu viku að sex yfirmenn úr her Norður-Kóreu hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna í Dónetskhéraði þann 3. október. Þrír Kóreumenn til viðbótar voru sagðir hafa særst í árásinni en leyniþjónusta úkraínska hersins hélt því fram í fyrra að takmarkaður fjöldi hermanna frá Norður-Kóreu hefði verið sendur til hernumdra svæða í Úkraínu. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa um nokkuð skeið sent umtalsvert magn af hergögnum, og þá sérstaklega sprengikúlum fyrir stórskotalið, til Rússlands. Rússar hafa einnig notað stýri- og skotflaugar frá Norður-Kóreu til árása í Úkraínu. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hélt þessu fram í dag en hernaðarlegt samstarf Rússlands og Norður-Kóreu hefur aukist til muna. Kim Yong-hyun, áðurnefndur ráðherra, sagði þingmönnum í Suður-Kóreu í dag að þar sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, hefðu skrifað undir hernaðarsamkomulagt væri verulega líklegt að Kim sendi hermenn til aðstoðar Rússa, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Ráðherrann sagði einnig að fregnir af mannfalli meðal Kóreumanna í Úkraínu væru líklega réttar. Kim Jong Un að skoða stórskotaliðshermenn í her sínum á dögunum.AP/KCNA Kyiv Post sagði frá því í síðustu viku að sex yfirmenn úr her Norður-Kóreu hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna í Dónetskhéraði þann 3. október. Þrír Kóreumenn til viðbótar voru sagðir hafa særst í árásinni en leyniþjónusta úkraínska hersins hélt því fram í fyrra að takmarkaður fjöldi hermanna frá Norður-Kóreu hefði verið sendur til hernumdra svæða í Úkraínu. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa um nokkuð skeið sent umtalsvert magn af hergögnum, og þá sérstaklega sprengikúlum fyrir stórskotalið, til Rússlands. Rússar hafa einnig notað stýri- og skotflaugar frá Norður-Kóreu til árása í Úkraínu.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira