Jason Daði byrjaði á bekknum en var settur inn á í hálfleik. Hann var ekki lengi að koma sér á blað og tók forystuna fyrir Grimsby 58. mínútu. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar og skoruðu svo sigurmark í uppbótartíma.
Jason hefur nú skorað tvö mörk, auk þess að gefa eina stoðsendingu fyrir Grimsby en hann hefur leikið ellefu leiki síðan hann skipti yfir frá Breiðablik í sumar.
Bikarkeppnin hefur ekki farið vel af stað en Grimsby tapaði fyrsta leiknum 5-1 gegn Sheffield Wednesday og á lítinn möguleika á því að komast upp úr G-riðli. Það gengur betur í deildinni en þar hefur liðið unnið fimm og tapað fimm leikjum í fyrstu tíu umferðunum.